Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 229/2017

Nr. 229/2017 15. mars 2017

AUGLÝSING
um deiliskipulagsmál í Akraneskaupstað.

Deiliskipulag Breiðarsvæðis – Breiðargata 8, 8A og 8B.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti þann 28. febrúar 2017 breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna lóðanna við Breiðargötu 8, 8A og 8B.
Breytingin gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni, nýjum byggingarreit vegna fyrirhugaðar stækkunar fiskþurrkunar í tveimur áföngum, breytingu á lóðarmörkum, 3.500 fermetra landfyllingu o.fl. Breytingunni fylgir ítarleg umhverfisskýrsla m.a. vegna fyrirhugaðrar starfsemi sem er þurrkun sjávarafurða.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið tekur þegar gildi.

Akranesi, 15. mars 2017.

Sigurður Páll Harðarson,
sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.


B deild - Útgáfud.: 20. mars 2017