1. gr.
Á eftir 8. gr. a bætist við ný grein, 8. gr. b, sem ásamt fyrirsögn orðast svo:
Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar deildar faggreinakennslu.
Fjöldi nemenda í diplómanámi í skapandi sjálfbærni, sem starfrækt er í samvinnu við Hallormsstaðaskóla, takmarkast við töluna 40.
Ef umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði eru fleiri en unnt er að taka inn, skal taka mið af eftirfarandi atriðum:
- Fyrra námi og/eða starfsreynslu.
- Greinargerð umsækjanda. Greinargerð má ekki vera lengri en 1 blaðsíða (A4) og þarf að innihalda umfjöllun um eftirfarandi:
- Hvers vegna umsækjandi hefur áhuga á námi í skapandi sjálfbærni.
- Hvaða væntingar umsækjandi hefur til námsins.
- Hvernig umsækjandi telur að námið muni nýtast sér.
- Ef með þarf verða nemendur sem sækja um námsleiðina boðaðir til viðtals eftir að umsóknarfresti lýkur.
Námsstjórn námsleiðarinnar fjallar um umsóknir og tekur ákvörðun um val nemenda.
2. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt að fenginni tillögu frá menntavísindasviði, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 12. febrúar 2025.
Jón Atli Benediktsson.
|