Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 792/2021

Nr. 792/2021 16. júní 2021

REGLUR
um breytingu á reglum um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri, nr. 1010/2016.

1. gr.

4. gr. reglnanna orðast svo:

Við Háskólann á Akureyri starfar föst þriggja manna dómnefnd, sbr. 19. gr. reglna fyrir Háskól­ann á Akureyri, nr. 387/2009, sbr. og 4. gr. reglna nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri.

Hlutverk dómnefndar hvað varðar framgangsmál er eftirfarandi:

  1. að meta hvort umsækjendur um framgang uppfylla þau skilyrði sem sett eru um það starfs­heiti sem við á samkvæmt ákvæðum 2. og 6. gr. reglna þessara, 19. gr. reglna fyrir Háskól­ann á Akureyri, nr. 387/2009 og sérreglna einstakra fræðasviða,
  2. að meta árangur og virkni umsækjanda í starfi sínu og veita rektor Háskólans á Akureyri álit um hvort mælt sé með því að framgangur verði veittur.

Í framgangsmálum skal rektor skipa sérfræðing á viðeigandi fræðasviði sem starfar með dóm­nefnd.

Auk þess skal dómnefnd afla umsagna tveggja viðurkenndra utanaðkomandi sérfræðinga á fræða­sviði umsækjandans, nema nefndin telji að umsækjandi uppfylli ekki lágmarksskilyrði skv. a-lið 2. mgr. Dómnefnd er heimilt að leita út fyrir þann hóp utanaðkomandi sérfræðinga sem umsækj­andi nefnir í umsókn sinni, sbr. 3. gr. Tilkynna skal umsækjanda og forseta viðkomandi fræðasviðs hvaða sérfræðingar muni veita álit. Dómnefnd er heimilt að óska eftir upplýsingum um mat á fyrri störfum umsækjanda frá stjórnsýslu háskólans.

 

2. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar voru af háskólaráði, eru settar með heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla, með síðari breytingum, sbr. einnig 20. gr. reglna fyrir Háskólann á Akureyri, nr. 387/2009, öðlast þegar gildi.

 

Háskólanum á Akureyri, 16. júní 2021.

 

Eyjólfur Guðmundsson rektor.


B deild - Útgáfud.: 6. júlí 2021