1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 4. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/34 frá 22. desember 2021 um breytingu á III., VIII., IX. og XI. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/405 að því er varðar skrárnar yfir þriðju lönd eða svæði þeirra þaðan sem heimilt er að flytja tiltekna villta veiðifugla, sem eru ætlaðir til manneldis, sendingar af tilteknum samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum, tilteknar lagarafurðir og froskalappir og snigla inn í Sambandið og um niðurfellingu á ákvörðun 2007/82/EB.
2. gr.
Ofangreind framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 54/1990, um innflutning dýra, lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lög nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lög nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lög nr. 71/2008, um fiskeldi.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, öll með síðari breytingum.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 12. apríl 2022.
Svandís Svavarsdóttir.
Emilía Madeleine Heenen.
Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal)
|