1. gr.
Á eftir 5. gr. reglugerðarinnar bætist við ný grein, 5. gr. a, svohljóðandi:
Matvælafyrirtæki sem er með starfsleyfi frá opinberum eftirlitsaðila er heimilt að selja forpökkuð matvæli og matjurtir á matarmörkuðum þar sem ábyrgðaraðili markaðarins er með leyfi frá heilbrigðiseftirliti svæðisins fyrir viðburðinum, gegn því að matvælafyrirtækið framvísi starfsleyfi sínu áður en markaður hefst.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli og öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 10. nóvember 2023.
Svandís Svavarsdóttir.
|