1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um viðskiptabanka og sparisjóði samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sem fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að teljist kerfislega mikilvægir, sbr. d-lið 13. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019.
2. gr.
Hlutfall eiginfjárþarfar vegna beinnar og óbeinnar stöðutöku.
Eiginfjárþörf vegna beinnar og óbeinnar stöðutöku, sem hlutfall af eiginfjárgrunni, skal reiknuð á eftirfarandi hátt:
(Eiginfjárþörf vegna hlutabréfa í veltubók)+ (Eiginfjárþörf vegna hlutabréfa í fjárfestingabók)+ (Eiginfjárþörf vegna skuldabréfa í veltubók)+ (Eiginfjárþörf vegna óbeinnar stöðutöku í verðbréfum og hrávörum) Eiginfjárgrunnur |
Með eiginfjárþörf er átt við eiginfjárþörf undir stoð 1 sem reiknuð er út í samræmi við bálka II og IV í III. hluta reglugerðar um varfærniskröfur fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017 og eiginfjárþörf undir stoð 2 sem reiknuð er út í samræmi við viðmið Fjármálaeftirlitsins sem birt eru á grundvelli 116. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með eftirfarandi hætti:
- Eiginfjárþörf vegna hlutabréfa í veltubók er reiknuð út í samræmi við kafla 5.2 og 5.3 í viðauka 2 í viðmiðum Fjármálaeftirlitsins um mat á eiginfjárþörf undir stoð 2 vegna markaðsáhættu (e. Annex 2: Supervisory Benchmarks for the Setting of Pillar 2 Own Funds Requirements for Market Risk).
- Eiginfjárþörf vegna hlutabréfa í fjárfestingabók er reiknuð út í samræmi við kafla 6.2 í viðauka 2 í viðmiðum Fjármálaeftirlitsins um mat á eiginfjárþörf undir stoð 2 vegna markaðsáhættu (e. Annex 2: Supervisory Benchmarks for the Setting of Pillar 2 Own Funds Requirements for Market Risk). Eiginfjárþörf vegna hliðarstarfsemi, þ.m.t. vátryggingastarfsemi, undir stoð 1 og 2 er þó undanskilin matinu.
- Eiginfjárþörf vegna skuldabréfa í veltubók er reiknuð út í samræmi við kafla 5.1 í viðauka 2 í viðmiðum Fjármálaeftirlitsins um mat á eiginfjárþörf undir stoð 2 vegna markaðsáhættu (e. Annex 2: Supervisory Benchmarks for the Setting of Pillar 2 Own Funds Requirements for Market Risk).
- Eiginfjárþörf vegna óbeinnar stöðutöku í verðbréfum og hrávörum er reiknuð út í samræmi við kafla 2.1 og 2.3 í viðauka 1 í viðmiðum Fjármálaeftirlitsins um mat á eiginfjárþörf undir stoð 2 vegna útlána- og samþjöppunaráhættu (e. Annex 1: Supervisory Benchmarks for the Setting of Pillar 2 Additional Own Funds Requirements for Credit and Concentration Risk).
Með eiginfjárgrunni er átt við eiginfjárgrunn samkvæmt 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
3. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 3. mgr. 28. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, taka gildi 1. janúar 2022.
Seðlabanka Íslands, 22. desember 2021.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
|