Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 331/2015

Nr. 331/2015 7. apríl 2015
REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 970/2013 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins.

1. gr.

5. gr. orðist svo:

Um undanþágur frá banni við framleiðslu, markaðssetningu og notkun ósoneyðandi efna og vöru og búnaðar sem innihalda ósoneyðandi efni fer samkvæmt III. kafla reglugerðar (EB) nr. 1005/2009.

Markaðssetning ósoneyðandi efna til óhjákvæmilegrar notkunar við rannsóknir og grein­ingar, sbr. 10. gr. og 2. mgr. 11. gr. reglugerðar (EB) nr. 1005/2009, er háð samþykki Umhverfis­stofnunar.

2. gr.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Tilkynna skal til Umhverfisstofnunar um starfrækslu slökkvikerfa og slökkvitækja sem inni­halda halón og falla undir undanþágu um neyðarnotkun halóna í 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 1005/2009 og reglugerð (ESB) nr. 744/2010 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1005/2009 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins, að því er varðar neyðar­notkun á halónum.

Fyrirtæki sem halda birgðir af halónum til neyðarnotkunar skulu tilkynna gerð og magn halóna til Umhverfisstofnunar fyrir 1. desember ár hvert.

3. gr.

8. gr. orðist svo:

Þeir einir mega sinna viðhaldi búnaðar sem inniheldur ósoneyðandi efni, þ.m.t. áfyllingu, lekaleit og endurheimt kælimiðla, sem lokið hafa menntun sem er að lágmarki námskeið í kælitækni. Skal slíkt námskeið uppfylla kröfur í reglugerð um flúoraðar gróður­húsa­loftteg­undir, sbr. 4. mgr. 23. gr. reglugerðar (EB) nr. 1005/2009.

4. gr.

Við 13. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:

 

4)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1087/2013 frá 4. nóvember 2013 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1005/2009 að því er varðar skýrslugjöf um metýlbrómíð, sem vísað er til í tölulið 21aa, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2015, þann 25. febrúar 2015. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 19. mars 2015, 2015/EES/16/52, bls. 899.

5. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1087/2013 frá 4. nóvember 2013 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1005/2009 að því er varðar skýrslugjöf um metýlbrómíð.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 8. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 7. apríl 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

B deild - Útgáfud.: 9. apríl 2015