1. gr. Við 6. gr. samþykktarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi: Eigendum sauðfjár er óheimilt að reka, sleppa eða flytja sauðfé úr Djúpavogshreppi eða stuðla að því með öðrum hætti að það gangi yfir í Sveitarfélagið Hornafjörð, nema með leyfi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Á sama hátt er sauðfjáreigendum óheimilt að reka, sleppa, flytja eða stuðla að því með öðrum hætti að sauðfé gangi úr Sveitarfélaginu Hornafirði yfir í Djúpavogshrepp án samþykkis bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar. 2. gr. Samþykkt þessi, sem samþykkt er af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar við tvær umræður, staðfestist hér með skv. 5. gr. laga um búfjárhald o.fl., nr. 103/2002, með síðari breytingum, til þess að öðlast gildi við birtingu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 5. maí 2011. F. h. r. Óskar Páll Óskarsson. Ása Þórhildur Þórðardóttir. |