Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 488/2017

Nr. 488/2017 16. maí 2017

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 189/1994, um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa, með síðari breytingum.

1. gr.

Grein 5.2.2 verður svohljóðandi:

Fiskiskip sem er styttra en 12 m að lengd skal búið gúmmíbjörgunarbáti sem rúmar alla um borð.

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglur þessar eru settar samkvæmt 4. mgr. 3. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 16. maí 2017.

Jón Gunnarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


B deild - Útgáfud.: 1. júní 2017