Forseti Íslands gjörir kunnugt:
Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands, forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti og forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands eru hér með gerðar eftirfarandi breytingar á forsetaúrskurði nr. 6/2025, um skiptingu starfa ráðherra:
1. gr.
9. gr. úrskurðarins orðast svo ásamt fyrirsögn:
Mennta- og barnamálaráðherra.
Guðmundur Ingi Kristinsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir mennta- og barnamálaráðuneytið skv. 9. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið mennta- og barnamálaráðherra.
2. gr.
Forsetaúrskurður þessi öðlast þegar gildi.
Gjört á Bessastöðum, 23. mars 2025.
Halla Tómasdóttir. (L. S.)
|