Forseti Íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
I. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 208. gr. laganna:
- Í stað dagsetningarinnar „1. október 2020“ í 1. og 2. mgr. kemur: 31. desember 2021.
- Í stað orðanna „aðalmeðferð og önnur þinghöld en þingfesting almennra einkamála“ í 1. mgr. kemur: þingfesting, aðalmeðferð og önnur þinghöld.
II. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða X í lögunum:
- Í stað dagsetningarinnar „1. október 2020“ í 1., 2. og 3. mgr. kemur: 31. desember 2021.
- Á undan orðinu „aðalmeðferð“ í 2. mgr. kemur: þingfesting.
III. KAFLI
Breyting á lögum um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991.
3. gr.
Í stað dagsetningarinnar „1. október 2020“ í 1. og 2. mgr. 158. gr. laganna kemur: 31. desember 2021.
IV. KAFLI
Breyting á erfðalögum, nr. 8/1962.
4. gr.
Í stað dagsetningarinnar „1. október 2020“ í ákvæði til bráðabirgða í lögunum kemur: 31. desember 2021.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört á Bessastöðum, 17. nóvember 2020.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
|