1. gr.
Fyrir útgáfu leyfa, skjalagerð, yfirlestur gagna, auglýsingar, kynningar og aðra umsýslu og þjónustu sem Mosfellsbær veitir vegna framkvæmdaleyfisskyldra framkvæmda, deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, innheimtir Mosfellsbær í umboði bæjarstjórnar gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.
2. gr.
Skipulagsnefnd innheimtir einnig afgreiðslu- og fyrirspurnargjald vegna fyrirtöku nýrra eða endurupptöku mála:
|
|
kr. |
|
Afgreiðslu- og fyrirspurnargjald skipulagsnefndar |
17.700 |
3. gr.
Vegna grenndarkynninga skv. 44. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, framkvæmdaleyfa skv. 13. og 14. gr. og vegna deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, sbr. 2. mgr. 20. gr. og 2. mgr. 38. gr. sömu laga, skal innheimta gjöld sem hér segir:
|
|
kr. |
A) |
Grenndarkynning: |
|
|
A1) |
Sbr. 44. gr. á kynningu leyfisumsóknar |
57.100 |
B) |
Fyrir afhendingu grunn og landupplýsinga fyrir skipulagsvinnu |
17.700 |
C) |
Vegna breytingar á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 20. gr. og 36. gr.: |
|
|
C1) |
Gerð tillögu að breytingu |
skv. samningi/ reikningi |
|
C2) |
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 1. mgr. 36.gr. |
206.900 |
|
C3) |
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 2. mgr. 36.gr. |
121.700 |
D) |
Vegna deiliskipulags, sbr. 40. gr. og 43. gr.: |
|
|
D1) |
Umsýsla og kynning skipulagslýsingar |
95.500 |
|
D2) |
Gerð deiliskipulagstillögu eða breytingu |
skv. samningi/ reikningi |
|
D3) |
Gerð tillögu að einföldum breytingum |
150.000 |
|
D4) |
Umsýslu- og kynningarkostnaður v. nýs deiliskipulags |
206.900 |
|
D5) |
Umsýslu- og auglýsingakostnaður v. breytinga skv. 1. mgr. 43. gr. |
159.100 |
|
D6) |
Umsýslu og kynningarkostnaður v. breytinga skv. 2. mgr. 43. gr. |
95.600 |
|
D7) |
Fyrir afgreiðslu tillögu. sbr. 3. mgr. 44. gr. og 3. mgr. 43. gr. |
34.300 |
E) |
Vegna framkvæmdaleyfa: |
|
|
E1) |
Leyfisgjald vegna framkvæmdaleyfis skv. 14. gr. |
153.000 |
|
E2) |
Leyfisgjald vegna annarra framkvæmdaleyfa |
95.600 |
|
E3) |
Eftirlit umfram eina ferð sem er innifalin í E1 og E2; pr. ferð |
34.300 |
4. gr.
Vegna beiðni um yfirborðs og umhverfisbreytinga þar sem vikið er frá auglýstu deiliskipulagi, skal kostnaðarþátttaka umsækjanda samsvara framkvæmdakostnaði sem hér segir:
|
|
kr.
|
A) |
Sögun malbik/steypa (fyrir hvern metra) |
3.000 |
B) |
Endurnýjun steyptrar stéttar 10 cm (fyrir hvern fermetra) |
13.500 |
C) |
Steypt stétt fjarlægð og endursteypt 15 cm (fyrir hvern fermetra) |
22.400 |
D) |
Malbikun götu (fyrir hvern fermetra) |
13.500 |
E) |
Kantur endursteyptur (fyrir hvern metra) |
12.000 |
F) |
Færsla á ljósastaur (fyrir hvern staur) |
261.000 |
G) |
Færsla á rafmagnskassa (fyrir hvern kassa) |
491.900 |
H) |
Heimlagnaskurður (fyrir hvern metra) fyrir utan gjöld vegna færslu heimæða og frágang yfirborðs, í samræmi við raunkostnað hverju sinni |
95.200 |
I) |
Trjáklipping (eitt skipti) |
22.400 |
5. gr.
|
Tímagjald starfsmanns á umhverfissviði vegna annarra/frekari verka (klst.) |
17.700 |
6. gr.
Gjalddagi gjalda skv. 3. gr. er sem hér segir:
A) |
Samkvæmt lið A: |
Fyrir kynningu. |
B) |
Samkvæmt lið B: |
Eftir afhendingu gagna. |
C) |
Samkvæmt lið C: |
Við samþykktir og afgreiðslur. |
D) |
Samkvæmt lið D: |
Við samþykktir og afgreiðslur. |
E) |
Samkvæmt lið E: |
Við útgáfu leyfis. |
7. gr.
Mosfellsbær mun annast innheimtu allra gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari skv. 20. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010.
Gjöld innheimt samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til greiðslu sannanlegs kostnaðar við einstaka verkþætti gjaldskrárinnar.
Virðisaukaskattur leggst ekki á gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.
8. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 862. fundi 4. desember 2024 með heimild í 20. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, og öðlast gildi 1. janúar 2025. Jafnframt falla úr gildi ákvæði gjaldskrár nr. 1495/2023 sem byggjast á 20. gr. skipulagslaga.
Mosfellsbæ, 4. desember 2024.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
|