1. gr.
Árgjald fyrir að halda hund, sbr. staflið b í 1. mgr. 2. gr. samþykktar nr. 428/1987 um hundahald í Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Miðneshreppi, Gerðahreppi, Vatnsleysustrandarhreppi og Hafnahreppi, skal vera kr. 23.752.
2. gr.
Allur kostnaður vegna föngunar hunds sem tekinn er laus, svo sem útkallskostnaður, bifreiðakostnaður og búrleiga, skal greiddur af hlutaðeigandi leyfishafa eða umráðamanni hunds sé um leyfislausan hund að ræða.
3. gr.
Gjaldskrá þessi sem samin er og samþykkt af sveitarstjórnum Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga, með heimild í 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, öðlast gildi við birtingu. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá nr. 310/2023 fyrir hundahald á Suðurnesjum.
F.h. sveitarfélaga á Suðurnesjum, 18. mars 2024,
Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
|