Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1595/2021

Nr. 1595/2021 23. desember 2021

GJALDSKRÁ
HEF veitna ehf. – Hitaveita.

1. gr.

HEF veitur ehf. (HEF) selur afnot af heitu vatni úr veitukerfum sem gerð hafa verið og verða gerð á veitusvæði hitaveitunnar eftir þeim reglum sem settar eru í gjaldskrá þessari sbr. reglugerð nr. 564/2008.

 

2. gr.

HEF lætur hverju húsi sem tengt er veitukerfi hennar í té vatnsmagn til neysluvatnsnota og upphitunar enda fullnægi hitakerfi hússins skilyrðum, sem sett eru í reglugerð fyrir HEF og hitafletir séu nægjanlega stórir að mati HEF.

Einnig selur HEF afnot af heitu vatni til annarra nota en hitunar og neysluvatnsnota eftir því sem vatnsmagn leyfir og hún telur henta.

 

3. gr.

HEF lætur notanda í þéttbýli í té vatnsmagn samkvæmt 1. og 2. gr. um rennslismæli sem HEF leggur til og annast viðhald á. Mælir þessi skal innsiglaður og er húseiganda/notanda með öllu óheimilt að rjúfa innsigli mælisins.

HEF lætur notanda í dreifbýli í té vatnsmagn samkvæmt 4. gr. um hemil sem HEF leggur til og annast viðhald á. Hemill þessi skal innsiglaður og er húseiganda/notanda með öllu óheimilt að rjúfa innsigli hemilsins. Heimilt er að innheimta 40% af áætluðum vatnskaupum hjá þeim húseigendum sem ekki eru farnir að kaupa heitt vatn um heimæð 8 mánuðum eftir að hitaveitutenging er tilbúin til notkunar.

 

4. gr.

Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt 2% af smásöluverði á heitu vatni. Virðisaukaskattur er 11% af vatni til húshitunar. Sérmæld snjóbræðsla ber 24% virðisaukaskatt.

Hitaveitugjöld fyrir þéttbýli.

Gjald fyrir afnot af heita vatninu er sem hér segir:

Heitt vatn um rennslismæli:

  Kr. 2% skattur Með 11% vsk. Með 24% vsk. Eining
Fyrir hvern rúmmetra vatns   130 132,60 147,19   164,42 kr./m³
Hver rúmmetri vatns í lausasölu   260 245,90     328,85 kr./m³
Afgreiðslugjald frá kyndistöð 1.774      2.200,00  heild

Fast gjald er háð afköstum rennslismælisins, en óháð töxtum að öðru leyti.

Því er skipt í fjóra flokka:

Stærð mælis Kr. án vsk. 2% skattur Með 11% vsk. Eining
15 mm   18.527   18.898   20.977 kr./ári
20 mm - 25 mm   41.113   41.935   46.548 kr./ári
32 mm - 50 mm   81.765   83.400   92.574 kr./ári
65 mm og stærri 113.839 116.116 128.889 kr./ári

Hitaveitugjöld fyrir dreifbýli.

Heitt vatn um rennslismæli:

  Kr. án vsk. 2% skattur Með 11% vsk. Eining
Fyrir hvern m³/hemil *   132,40   135,05   149,90 kr./m³
Aukamælir/sami notandi   132,40   135,05   149,90 kr./m³
Mín.l á mánuði, lágmark 3 l 2.836,00  2.892,72  3.210,92  mín.l/mán
Mín.l á mánuði, umfram 3 l 2.266,00  2.311,32  2.565,57  mín.l/mán
(á við þar sem eingöngu er hemill)      

* Rúmmetramæling á neysluvatni, á lögbýlum og þar sem er heilsársbúseta.

Fast gjald er háð afköstum rennslismælisins, en óháð töxtum að öðru leyti.

Stærð mælis Kr. 2% skattur Með 11% vsk. Eining
15 mm - 20 mm 24.500 24.990 27.738 kr./ári
25 mm 32.700 33.354 37.022 kr./ári

 

5. gr.

Þegar afnot af hitaveitunni eru leyfð til annarra nota en húshitunar, er veitunni heimilt að ákveða gjald fyrir slík afnot sérstaklega í hverju tilviki með hliðsjón af gjaldskrá þessari.

 

6. gr.

Hitaveitugjöld skv. 4. gr. verða krafin mánaðarlega. Lesið verður af mælum að jafnaði einu sinni á ári, en notkun þess á milli áætluð. Heimilt er að fækka eða fjölga álestrum. Óski notandi þess að lesið sé á mæli hans utan reglubundins álestrartíma HEF greiðist álestrargjald 2.000 kr.

 

7. gr.

Gjalddagi hitaveitugjalda er við framvísun reiknings eða tilkynningar um reikningsupphæð. Sé reikningur ekki greiddur við fyrstu sýningu ber gjaldanda að greiða hann þar sem HEF ákveður. Það eru vanskil ef gjöldin eru ekki að fullu greidd á eindaga.

 

8. gr.

Heimæðargjöld HEF til húshitunar skulu miðast við brúttórúmmál húss skv. byggingar­reglugerð og vera sem hér segir fyrir eina heimæð:

Heimæðargjöld í þéttbýli.

Virðisaukaskattur reiknast 11% á heimæðargjöld fyrir heimæðar til húshitunar en 24% á heim­æðar­gjöld til annarra nota:

Sverleiki pípu Viðmiðunarstærð húsnæðis Kr. Með 11% vsk. Með 24% vsk.
20 mm allt að 1.200 m³   347.000   385.170   430.280
25 mm 1.201 - 2.600 m³   483.400   536.574   599.416
32 mm 2.601 - 4.000 m³   726.800   806.748   901.232
40 mm 4.001 - 10.400 m³ 1.101.300  1.222.443  1.365.612 
50 mm 10.401 - 21.000 m³ 1.710.000  1.898.100  2.120.400 
65 mm > 21.000 m³ 2.260.300  2.508.933  2.802.772 

Ef um sverari heimæðar er að ræða skal semja um það sérstaklega.

Heimæðargjöld í dreifbýli.

Virðisaukaskattur reiknast 11% á heimæðargjöld fyrir heimæðar til húshitunar en 24% á heim­æðar­gjöld til annarra nota.

Sverleiki pípu Viðmiðunarstærð húsnæðis Kr. Með 11% vsk. Með 24% vsk.
20 - 25 mm allt að 1.200 m³ 1.427.240 1.584.236 1.769.778

Ef um sverari heimæðar er að ræða skal semja um það sérstaklega.

Lengdargjald.

Lengdargjald í þéttbýli, greitt skal fyrir hvern metra umfram 25 metra innan lóðarmarka 6.800 kr./m.

Lengdargjald í dreifbýli, greitt er frá stofnlögn að tengistað heimæðar að frádregnum 50 metrum 6.800 kr./m.

Nú eru fleiri en eitt hitakerfi í húsi með sérstökum mælum frá HEF og skal þá greiða 37.400 kr. í aukagjald fyrir hvern mæli umfram þann fyrsta.

Sé sameiginleg heimæð lögð í parhús þó þannig að lögnin sé klofin utan við útvegg og sérstök tengigrind komi í hvora íbúð skal greiða 104.300 kr. í aukagjald.

Ef um er að ræða atvinnuhúsnæði sem hitað er upp að hluta er heimilt að fella niður heimæðar­gjald af þeim hluta hússins sem ekki er hitaður. Verði breyting á starfsemi í slíku húsi þannig að farið verði að hita það allt upp þá er allt heimæðargjaldið gjaldfallið skv. gjaldskrá þess tíma sem breytingin á sér stað.

 

9. gr.

Heimæðargjald skal greitt samkvæmt gjaldskrá. Eigandi fær upplýsingar um heimæðargjald eftir að umsókn um heimæð hefur borist. Heimæðargjald skal greitt áður en vinna við lagningu hefst.

 

10. gr.

Hitaveitugjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru miðuð við vísitölu byggingar­kostnaðar. HEF er heimilt að breyta gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari í samræmi við breytingar á áðurnefndri vísi­tölu, enda sé breytingin staðfest af ráðuneytinu hverju sinni.

 

11. gr.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi á kostnað gjaldanda.

 

12. gr.

HEF hefur rétt til að loka fyrir aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð viðskipta­manns sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Séu fleiri en einn notandi í húsi með sameiginlega heimæð og hitakerfi skerðir það ekki rétt HEF til að loka fyrir aðrennsli heita vatnsins ef einn þessara aðila vanrækir greiðslur þó reikningum sé skipt á notendur.

Fyrirætlun um lokun ber að tilkynna með a.m.k. 3ja daga fyrirvara, innheimtugjald vegna van­skila notanda 3.300 kr. Allan kostnað af lokun og opnun á ný greiðir sá sem vanskilum veldur 5.700 kr. í hvert sinn.

 

13. gr.

Einungis starfsmönnum HEF er heimilt að breyta innsigluðum tengihlutum veitunnar. Eftirlits­manni HEF skal hvenær sem er heimill aðgangur að öllum mælum, hitagjöfum og vatnsæðum sem eru í sambandi við hitaveituna.

Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hans um viðgerðir á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun á heita vatninu.

 

14. gr.

Virðisaukaskattur leggst á gjöldin samkvæmt gildandi lögum og reglum hverju sinni.

 

Gjaldskrá þessi sem er samin og samþykkt af stjórn HEF og sett samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, staðfestist hér með til að taka gildi 1. janúar 2022. Jafnframt er úr gildi felld gjaldskrá sama efnis, nr. 1360/2020.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 23. desember 2021.

F. h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,

Stefán Guðmundsson.

Magnús Dige Baldursson.


B deild - Útgáfud.: 28. desember 2021