1. gr.
Frá og með 20. júlí 2016 til og með 31. júlí 2016 eru strandveiðar bannaðar á svæði B, frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 337/2016, um strandveiðar fiskveiðiárið 2015/2016.
2. gr.
Auglýsing þessi er gefin út með stoð í 2. mgr. 6. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, sbr. a. lið 2. gr. laga nr. 82/2013, um breytingu á þeim lögum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Fiskistofu, 18. júlí 2016.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs.
Gunnar Hallgrímur Sigurðsson.
|