Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1412/2022

Nr. 1412/2022 15. nóvember 2022

REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 162/2021.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna „og nr. 388/2021 frá 10. desember 2021“ í inngangsmálslið greinarinnar kemur: nr. 388/2021 frá 10. desember 2021 og nr. 149/2022 frá 29. apríl 2022.
  2. Við greinina bætast þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1816 frá 17. júlí 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar útskýringu í yfirlýsingunni um viðmiðun um hvernig umhverfis-, félags- og stjórn­unar­þættir endurspeglast í hverri viðmiðun sem gerð er og birt, sem er birt á bls. 564 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32 frá 19. maí 2022.
    2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1817 frá 17. júlí 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar lágmarksinnihald útskýringar um hvernig umhverfis-, félags- og stjórnunarþættir endur­speglast í aðferðafræði viðmiðunarinnar, sem er birt á bls. 575 í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 32 frá 19. maí 2022.
    3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1818 frá 17. júlí 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er varðar lágmarksstaðla fyrir viðmiðanir ESB vegna loftslagstengdra umbreytinga og viðmiðanir ESB sem eru lagaðar að Parísarsamningnum, sem er birt á bls. 580 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 32 frá 19. maí 2022, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 149/2022 frá 29. apríl 2022, sem er birt á bls. 107 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 61 frá 22. september 2022.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í c-, e- og l-lið 1. mgr. 13. gr. laga um fjárhagslegar við­miðanir, nr. 7/2021, öðlast gildi 1. janúar 2023.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 15. nóvember 2022.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.


B deild - Útgáfud.: 16. desember 2022