Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1027/2020

Nr. 1027/2020 21. október 2020

GJALDSKRÁ
vegna eftirlits Persónuverndar með vinnslu persónuupplýsinga.

1. gr.

Gildissvið.

Gjaldskrá þessi gildir um greiðslu kostnaðar sem hlýst af eftirliti með því að ábyrgðaraðilar fullnægi skilyrðum laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, og reglna sem settar eru samkvæmt þeim eða einstökum fyrirmælum, sbr. VII. kafla þeirra laga.

 

2. gr.

Tímagjald.

Innheimta skal gjald vegna kostnaðar sem hlýst af aðkeyptri sérfræðiþjónustu sem nauðsynleg er vegna eftirlits Persónuverndar. Fjárhæð gjaldsins fyrir hverja unna klukkustund skal að hámarki vera sem hér segir:

  a. Sérfræðingur á sviði tölvurannsókna kr. 29.900
  b. Sérfræðingur á sviði upplýsingaöryggis og staðla kr. 21.000

Fjárhæðir samkvæmt 1. mgr. innihalda ekki virðisaukaskatt.

Fjárhæðir samkvæmt 1. mgr. skulu breytast þann 1. janúar ár hvert í samræmi við breyt­ingar á vísitölu neysluverðs. Grunnvísitala er 485,1 (vísitala ágústmánaðar 2020).

 

3. gr.

Ferðakostnaður.

Innheimta skal gjöld vegna kostnaðar sem hlýst af greiðslum fyrir akstur og dagpeninga til aðkeyptra sérfræðinga samkvæmt 2. gr. Fjárhæð gjalda skal vera í samræmi við reglur ferðakostn­aðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem í gildi eru á hverjum tíma.

 

4. gr.

Fjöldi gjaldeininga.

Gjaldeiningar samkvæmt 2. og 3. gr. skulu ákvarðaðar og innheimtar samkvæmt reikningi sér­fræðinga, þó með þeirri undantekningu sem greinir í 2. mgr. 5. gr.

 

5. gr.

Upplýsingaskylda og hámarksfjárhæð gjalds.

Með rökstuddum hætti skal Persónuvernd tilkynna ábyrgðaraðila um þörf á aðkeyptri sérfræði­þjónustu samkvæmt 2. gr., svo fljótt sem stofnunin verður þess áskynja.

Í tilkynningu samkvæmt 1. mgr. skal tilgreina sundurliðað hámarksgjald sem lagt verður á ábyrgðar­aðila samkvæmt gjaldskrá þessari. Í sundurliðun skal gerð grein fyrir áætluðum fjölda vinnu­stunda sérfræðings, tímagjaldi samkvæmt 2. gr., og áætluðum ferðakostnaði samkvæmt 3. gr.

 

6. gr.

Innheimta.

Persónuvernd innheimtir gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.

 

7. gr.

Gildistaka og lagaheimild.

Gjaldskrá þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 40. gr. laga nr. 90/2018, tekur þegar gildi.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 21. október 2020.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 22. október 2020