1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
a. Töluliðir 8.-10. breytast og orðast svo:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/897 frá 12. mars 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar að fella inn í I. viðauka áhættumiðaða sannprófun á því að tilskildar kröfur hafi verið uppfylltar og framkvæma kröfur um umhverfisvernd, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 308-335.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/570 frá 28. janúar 2020 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar samræmingu á reglum um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs við reglugerð (ESB) nr. 1321/2014, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 376-381.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1088 frá 7. apríl 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar uppfærslu tilvísana í kröfur um umhverfisvernd, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 127 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 403-406.
b. Við bætast fimm nýir töluliðir sem orðast svo:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/201 frá 10. desember 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar stjórnunarkerfi og tilkynningarkerfi um atvik, sem hönnunar- og framleiðslufyrirtæki eiga að koma á fót, sem og um verklagsreglur sem Flugöryggisstofnunin skal beita og um leiðréttingu þeirrar reglugerðar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 1041-1074.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/203 frá 14. febrúar 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar stjórnunarkerfi og tilkynningarkerfi um atvik, sem lögbær yfirvöld eiga að koma á fót, og um leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar útgáfu lofthæfistaðfestingarvottorða, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 418-431.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1253 frá 19. júlí 2022 um leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar undanþágur frá tilteknum kröfum sem innleiddar voru með framseldri reglugerð (ESB) 2022/201, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 131 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 1075-1076.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1358 frá 2. júní 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar framkvæmd hóflegri krafna fyrir loftför sem notuð eru í sport- og tómstundaflugi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 45 frá 15. júní 2023, bls. 156-247.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1361 frá 28. júlí 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar vottunar-, eftirlits- og framfylgdarverkefni lögbærra yfirvalda við framkvæmd reglnanna varðandi fyrirtæki sem vinna við hönnun og framleiðslu loftfara sem notuð eru í sport- og tómstundaflugi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 432-449.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 72. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.
Með þessari reglugerð fellur samhliða úr gildi reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, nr. 581/2022.
Innviðaráðuneytinu, 19. febrúar 2024.
F. h. r.
Árni Freyr Stefánsson.
Valgerður B. Eggertsdóttir.
|