1. gr.
Með reglum þessum öðlast gildi eftirtaldar reglugerðir Evrópusambandsins, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 við EES-samninginn:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/308 frá 1. mars 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar form, sniðmát og skilgreiningar vegna auðkenningar og sendingar upplýsinga af hálfu skilastjórnvalda í þeim tilgangi að upplýsa Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2019 frá 10. júlí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 55 frá 26. ágúst 2021, bls. 8-16.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1624 frá 23. október 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklagsreglur og stöðluð eyðublöð og sniðmát fyrir tilhögun upplýsingamiðlunar að því er varðar skilaáætlanir fyrir lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1066, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2020 frá 12. júní 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 55 frá 26. ágúst 2021, bls. 147-211.
2. gr.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 3. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 22. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, taka gildi þegar í stað. Við gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 1262/2021 um upplýsingagjöf varðandi skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
Seðlabanka Íslands, 5. apríl 2023.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
|
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri.
|
|