Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 830/2020

Nr. 830/2020 25. ágúst 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um útlendinga, nr. 540/2017.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Útlendingi sem dvaldi hér á landi fyrir 20. mars 2020 í samræmi við 8. gr. reglugerðarinnar og 1. mgr. 49. gr. laga um útlendinga en hefur ekki komist til síns heima vegna ferðatakmarkana, sótt­kvíar eða einangrunar er að lokinni skráningu hjá Útlendingastofnun, heimilt að dvelja hér á landi án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til 10. nóvember 2020. Skráning skal hafa farið fram fyrir 10. sept­ember 2020 og með beiðni um skráningu þarf að leggja fram afrit af vegabréfi og vegabréfs­áritun þegar það á við.

Ákvæði 1. mgr. kemur ekki í veg fyrir frávísun eða brottvísun þeirra sem voru í ólögmætri dvöl fyrir 20. mars 2020 eða frávísun eða brottvísun á öðrum grundvelli samkvæmt ákvæðum útlendinga­laga.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 49. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 25. ágúst 2020.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 26. ágúst 2020