Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1007/2018

Nr. 1007/2018 2. nóvember 2018

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 140/2014 um meistaranám við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á III. lið 15. gr. reglnanna:

  1. Í lok 1. málsl. 2. mgr., á eftir orðunum „með fyrstu einkunn (7,25)“, bætast við orðin: og vera með íslenskt hjúkrunarleyfi.
  2. 3. mgr. breytist og orðast svo:
    Sé sótt um meistaranám í ljósmóðurfræði til starfsréttinda þarf viðkomandi að hafa lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands eða öðru samsvarandi prófi með fyrstu einkunn (7,25) og vera með íslenskt hjúkrunarleyfi. Jafnframt þarf umsækjandi að hafa lokið til­teknum námskeiðum á fjórða ári BS-náms í hjúkrunarfræði samkvæmt nánari skil­grein­ingu í aðgangskröfum námsleiðarinnar og upplýsingum í kennsluskrá.
  3. Á eftir 3. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
    Aðgangur nemenda að MS-námi í ljósmóðurfræði til starfsréttinda er háður sérstökum fjölda­takmörkunum sem háskólaráð samþykkir.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á IV. lið 15. gr. reglnanna:

  1. 4. mgr. breytist og orðast svo:
    Nám til MS-prófs í ljósmóðurfræði er 120 einingar að loknu námi til kandídatsprófs í ljós­móður­fræði frá Háskóla Íslands eða sambærilegu námi. Af þeim geta allt að 30 einingar verið úr BS-námi í hjúkrunarfræði. Nemandi fær að auki 42 einingar metnar eftir kandídats­próf sitt en bætir við sig 48 einingum til meistaraprófs. Miðað skal við að lengd námsins sé eitt ár (tvö misseri).
  2. Á eftir 4. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
    Nám til MS-prófs í ljósmóðurfræði til starfsréttinda er 120 einingar að loknu BS-prófi í hjúkrunarfræði eða sambærilegu námi.

3. gr.

Reglur þessar eru settar af háskólaráði með heimild í 3. mgr. 18. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Reglurnar hafa verið samþykktar af hjúkrunarfræðideild og stjórn heilbrigðisvísindasviðs, auk Miðstöðvar framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 2. nóvember 2018.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 16. nóvember 2018