1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem skylt er að viðhalda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis samkvæmt 86. gr. c laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
2. gr.
Gildi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki.
Fjármálafyrirtæki sem fjármálastöðugleikanefnd ákveður að teljist kerfislega mikilvæg, á grundvelli d-liðar 1. mgr. 13. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, skulu viðhalda sérstökum eiginfjárauka. Eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki skal nema 2% af áhættugrunni, vegna allra áhættuskuldbindinga. Eiginfjáraukanum skal einnig viðhaldið á samstæðugrunni.
3. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru á grundvelli 1. mgr. 86. gr. c laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, hafa verið samþykktar af fjármálastöðugleikanefnd og öðlast þegar gildi.
Seðlabanka Íslands, 7. apríl 2020.
|
Ásgeir Jónsson |
Rannveig Júníusdóttir |
|
seðlabankastjóri. |
framkvæmdastjóri. |
|