Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1725/2024

Nr. 1725/2024 17. desember 2024

SAMÞYKKT
um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjöld, stofngjöld og önnur þjónustugjöld tengd skipulagi og framkvæmdum í Kópavogsbæ.

I. KAFLI

Byggingarleyfisgjald, stofngjald vatns- og fráveitu, og
önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld umhverfissviðs.

1. gr.

Almenn ákvæði.

Við útgáfu byggingarleyfa, stöðuleyfa, vottorða, deiliskipulagsbreytinga, framkvæmdaleyfa eða vegna annarrar þjónustu sem umhverfissvið Kópavogsbæjar veitir, skal greiða þau gjöld sem gjald­skrá þessi kveður á um.

Heimilt er að taka gjald fyrir veitta þjónustu og verkefni umhverfissviðs, m.a. fyrir undirbúning, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, útgáfu byggingarleyfis, útgáfu stöðu­leyfa, útmælingu, eftirlit, úttektir, yfirferð hönnunargagna, breytinga á aðal- og deiliskipulagi, útgáfu fram­kvæmdaleyfa og vottorða sem byggingarfulltrúi lætur í té skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulagsfulltrúi skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

 

2. gr.

Byggingarleyfisgjald.

Greiða skal byggingarleyfisgjald fyrir hverja þá framkvæmd sem byggingarleyfi er gefið út fyrir.

Byggingarleyfisgjald er grunngjald að viðbættu gjaldi pr. m³ byggingar. Byggingarleyfisgjald samanstendur af afgreiðslugjaldi og rúmmetragjaldi fyrir öll hús. Afgreiðslugjald er lágmarksgjald við móttöku umsóknar og er óafturkræft þó svo að erindinu sé hafnað eða það dregið til baka.

Byggingarleyfisgjald er innheimt við útgáfu byggingarleyfis sem hér segir:

Afgreiðslugjald 16.574 kr.
Rúmmetragjald fyrir öll hús      147 kr./m³

 

3. gr.

Byggingarréttargjald.

Greiða skal byggingarréttargjald af öllum lóðum innan marka Kópavogsbæjar.

Þegar lóðarhafi óskar eftir auknu byggingarmagni á þegar byggðri lóð skal greitt byggingar­réttargjald fyrir umfram byggingarmagn við samþykkt byggingarleyfis.

Þegar lóðarhafi óskar eftir breytingu á notkun húsnæðis skal greitt byggingarréttargjald í samræmi við breytta notkun við samþykkt byggingarleyfis.

Byggingarréttargjald skv. 1.-3. mgr. þessarar greinar skal greitt eftir tegund húsnæðis sem hér segir:

Tegund húsnæðis:  
Einbýlishús 39.669 kr./m² húss
Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús 42.972 kr./m² húss
Fjölbýli 52.889 kr./m² húss
Fjölbýli í vesturbæ   66.112 kr./m² húss
Atvinnuhúsnæði 18.181 kr./m² lóðar*
Annað húsnæði  13.192 kr./m² lóðar

* Ef samþykkt byggingarmagn atvinnuhúsnæðis er meira en fermetrastærð viðkomandi atvinnu­húsalóðar greiðist byggingarréttargjald af byggingarfermetra húss samkvæmt deiliskipulagi.

Á þróunar- og þéttingarreitum skal greiða byggingarréttargjald í samræmi við aukningu bygg­ingar­magns á svæðinu, áður en framkvæmdir hefjast. Það sama gildir á svæðum sem ekki eru skil­greindir þróunarreitir ef aukning á byggingarmagni leiðir af sér aukna innviðauppbyggingu.

 

4. gr.

Úttektir og útgáfa vottorða.

Vegna úttekta og útgáfu vottorða byggingarfulltrúa skal greiða gjöld sem hér segir:

Fokheldisúttekt og fokheldisvottorð 47.596 kr.
Öryggisúttekt 47.596 kr.
Lokaúttekt og lokaúttekttarvottorð:  
Einbýlishús, raðhús og tvíbýlishús 47.596 kr.
Fjölbýlishús, 5 íbúðir eða fleiri 84.786 kr.
Endurtekin lokaúttekt 23.798 kr.
Aukagjald fyrir þriðju yfirferð, eða fleiri, á gögnum frá hönnuði:  
Einbýlishús, raðhús og tvíbýlishús 15.453 kr.
Fjölbýlishús, allt að 4 íbúðum  24.104 kr.
Fjölbýlishús, 5 íbúðir eða fleiri 46.359 kr.
Atvinnuhúsnæði og annað 46.359 kr.
Afgreiðslugjald pr. áfanga- og stöðuúttekt  14.423 kr.
Veðbókarvottorð vegna niðurrifs bygginga    2.473 kr.

 

5. gr.

Stöðuskoðun.

Vegna stöðuskoðunar byggingarfulltrúa skal greiða gjöld sem hér segir:

Einbýlishús, raðhús og tvíbýlishús 43.269 kr.
Fjölbýlishús, allt að 4 íbúðir 43.269 kr.
Fjölbýlishús, 5 íbúðir eða fleiri 60.164 kr.
Atvinnuhúsnæði og annað 60.164 kr.

 

6. gr.

Yfirferð eignaskiptasamninga og teikninga.

Greiða skal fyrir yfirferð eignaskiptasamninga og teikninga af því sem hér segir:

Eignaskiptayfirlýsing, umfangsmikil 65.521 kr.
Eignaskiptayfirlýsing, umfangslítil - allt að 4 íbúðum 43.269 kr.
Viðaukar/fylgiskjöl með eignaskiptayfirlýsingu 15.453 kr.
Endurtekin yfirferð teikninga vegna eignaskiptayfirlýsingar (fleiri en þrjú skipti)

15.453 kr.

 

7. gr.

Stöðuleyfi.

Greiða skal afgreiðslu- og leyfisgjald vegna umsókna um stöðuleyfi vegna lausafjármuna, sbr. gr. 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Afgreiðslugjald er lágmarksgjald vegna móttöku umsóknar og er óafturkræft óháð afgreiðslu máls. Gjöld eru sem hér segir:

Afgreiðslugjald vegna umsóknar um stöðuleyfi 16.574 kr.
Stöðuleyfi skv. gr. 2.6 í byggingarreglugerð, 2-12 mánuðir 42.554 kr.

Ef kemur til brottflutnings á gámi eða öðrum lausafjármunum sem eru stöðuleyfisskyldir skv. gr. 2.6. í byggingarreglugerð greiðir eigandi gáms/lausafjármunar samkvæmt reikningi vörslu­sviptingar­aðila fyrir flutning og geymslu.

 

8. gr.

Tengigjald fráveitu.

Tengigjald fráveitu skal innheimta af öllum fasteignum sem eru tengdar við fráveitu í eigu Kópavogsbæjar. Skal gjaldið lagt á og innheimt við tengingu og vera sem hér segir:

Tvöföld lögn að lóðarmörkum 150 mm    475.957 kr./lóð

Gert er ráð fyrir einni tengingu á hverja lóð. Óski lóðarhafi eftir fleiri tengingum eða stærri lögn en 150 mm greiðist það skv. raunkostnaði. Við framkvæmdir í grónum hverfum þar sem tenging er ekki til staðar, aðstæður erfiðar sökum þrengsla eða lagnalegu greiðir lóðarhafi raunkostnað við tengingu við fráveitukerfi.

 

9. gr.

Stofngjald vatnsveitu.

Tengigjald vatnsveitu skal innheimta af öllum fasteignum sem eru tengdar við vatnsveitu í eigu Kópavogsbæjar. Miðað er við eina lögn á hvert lóðarnúmer og að ídráttarrör hafi verið lagt af umsækjanda á frostfríu dýpi frá tengistað Kópavogsbæjar að inntaksstað.

Greitt er grunngjald (32 mm heimæð) en við lagningu sverari heimæða greiðist að auki viðbótargjald. Skal gjaldið lagt á og innheimt við tengingu og vera sem hér segir:

Grunngjald - 32 mm heimæðar (ídráttarrör skal vera 50 mm)     503.239 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30 m        7.414 kr. pr. metra 
40 mm heimæðar – viðbótargjald á grunngjald (ídráttarrör skal vera 63 mm)    122.943 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30 m      10.560 kr. pr. metra
50 mm heimæðar – viðbótargjald á grunngjald    314.562 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30 m      11.691 kr. pr. metra
63 mm heimæðar – viðbótargjald á grunngjald    586.537 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30 m      12.931 kr. pr. metra
90 mm heimæðar – viðbótargjald á grunngjald 1.204.663 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30 m      23.426 kr. pr. metra 
110 mm heimæðar – viðbótargjald á grunngjald 1.616.747 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30 m      39.440 kr. pr. metra
180 mm heimæð – viðbótargjald á grunngjald 3.556.843 kr.
Viðbótargjald fyrir heimæð umfram 30 m      86.768 kr. pr. metra
Daggjald fyrir byggingarvatn          207 kr.

Um er að ræða almennt tengigjald á nýbyggingarsvæðum þar sem inntaksrými er samkvæmt skilmálum. Gjöldin bera ekki virðisaukaskatt. Stærri heimæðar en 110 mm eru gjaldfærðar samkvæmt raunkostnaði.

Við framkvæmdir á grónum svæðum og á þéttingarreitum þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði eða varanlegar og fullnægjandi veitulagnir eru ekki komnar að lóðarmörkum skal umsækjandi greiða allan viðbótarkostnað. Séu gerðar breytingar á skipulagi húss frá upphaflegum samþykktum byggingarleyfisteikningum eða skipulagi skal umsækjandi greiða allan viðbótarkostnað sem af breytingum kann að hljótast. Ein tengigrind er innifalin í hverju tengigjaldi.

Byggingarvatn er ekki lagt né tengt á framkvæmdasvæði nema búið sé að greiða tengigjöld vatnsveitu.

 

10. gr.

Önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld.

Greiða skal fyrir þjónustu og leyfisveitingar sem  umhverfissvið Kópavogsbæjar veitir sem hér segir:

Tegund þjónustu:

Leiga á garðlöndum og skólagörðum:
Vegna umsókna um leigu á garðlöndum eða skólagörðum skal greitt afgreiðslugjald sem hér segir:

Leiga á garðlöndum 6.696 kr.
Leiga á skólagörðum 6.696 kr.
Leiga á ræktunarkassa 6.696 kr.

Afnot af bæjarlandi:
Greiða skal leigu fyrir afnot af bæjarlandi vegna framkvæmda, viðburða eða annarra sambæri­legra tilvika, s.s. tímabundins reksturs. Afgreiðslugjald er lágmarksgjald vegna móttöku umsóknar og er óafturkræft. Gjald skal greitt sem hér segir:

Afgreiðslugjald vegna umsóknar 16.574 kr.
Leiga af bæjarlandi með lokun á einni akgrein, pr. dag í 1-6 daga 16.998 kr.
Leiga af bæjarlandi með lokun á götu, pr. dag í 1-6 daga 28.228 kr.
Leiga á bæjarlandi með lokun á götu, ein akrein eða fleiri, lengur en 6 daga skv. samkomulagi
Leiga á bæjarlandi pr. fermetra á dag í 1-6 daga 124 kr.
Leiga á bæjarlandi pr fermetra á dag í 7 daga + 62 kr.
Leiga á bæjarlandi pr fermetra 3 mánuði eða lengur skv. samkomulagi

Torgsöluleyfi:
Greiða skal gjald vegna torgsöluleyfa á skilgreindum sölusvæðum skv. reglum um torgsöluleyfi. Afgreiðslugjald er lágmarksgjald við móttöku umsókna og er óafturkræft. Gjald skal greitt sem hér segir:

Afgreiðslugjald 16.574 kr.
Torgsöluleyfi, gjald pr. mánuð 28.228 kr.
Torgsöluleyfi, sérstakir viðburði 68.523 kr.

Framkvæmdir á götu vegna bílastæða:

Greiða skal gjöld vegna samþykktra framkvæmda í götu sem hér segir:

 

Niðurtaka á kantsteini fyrir auka bílastæði 141.139 kr. 
Niðurtaka á kantsteini fyrir auka bílastæði ef færa þarf ljósastaur eða rafmagnskassa

skv. reikningi 

Lóðarleigusamningar:

Greiða skal gjald vegna breytinga á gildandi lóðarleigusamningum sem hér segir:

 

Gjald fyrir nýjan lóðarleigusamning, sem ekki er komin að endurnýjun 16.574 kr.
Gjald fyrir nýtt lóðar- og mæliblað vegna breytinga á deiliskipulagi 90.143 kr.
Gjald fyrir breytingu á lóðar- og mæliblaði 24.416 kr.

Önnur þjónusta:

Greiða skal gjöld fyrir eftirfarandi þjónustu sem hér segir:  
Mælingargjald (fyrir allar byggingar) / mæling á lóð, húsi og greftri skv. reikningi 
Gjald vegna stofnunar nýrrar lóðar (ný fasteign í fasteignaskrá) skv. reikningi 
Geymslugjald fyrir rafhlaupahjól sem þarf að fjarlægja af bæjarlandi 2.266 kr. pr. hjól 

 

11. gr.

Uppreiknuð gjöld og innheimta gjalda.

Gjöld samkvæmt kafla I í samþykkt þessari miðast við byggingarvísitölu (grunnur 2009) í janúar 2025 sem uppreiknast þriðja hvern mánuð miðað við gildandi byggingarvísitölu að undan­skildu byggingarréttargjaldi skv. 3. gr samþykktarinnar sem uppreiknast mánaðarlega miðað við gildandi byggingarvísitölu.

Gjöldum vegna byggingareftirlits byggingarfulltrúa fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð og má innheimta gjaldfallin gjöld með fjárnámi, sbr. 3. mgr. 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Vanskil á greiðslu gjalda veitir byggingarfulltrúa jafnframt heimilt til að neita útgáfu vottorða um viðkomandi mannvirki, sbr. 2. mgr. 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

 

II. KAFLI

Gatnagerðargjald.

12. gr.

Almenn heimild.

Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum við eldri byggingar, hvort sem er á eignarlóðum eða leigu­lóðum í Kópavogi, skal greiða gatnagerðargjald til sveitarfélagsins samkvæmt samþykkt þessari. Um gatnagerðargjald fer að öðru leyti eftir lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006.

 

13. gr.

Gjaldskylda og lögveðsréttur.

Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, er gjaldskyldur samkvæmt samþykkt þessari og ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjald ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði er tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fast­eign með forgangsrétti fyrir hverju samningsveði og aðfararveði í tvö ár frá gjalddaga.

 

14. gr.

Ráðstöfun gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar með tilheyrandi lögnum, yfirborðsfrágangi gatna, stíga og opinna svæða eins og gert er ráð fyrir í skipulagi.

 

15. gr.

Gjaldstofn og álagning gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjald skal innheimta af fasteignum í þéttbýli í samræmi við gildandi aðal- og/eða deili­skipulag á hverjum tíma. Gatnagerðargjald er tvíþætt. Annars vegar er það vegna nýbygginga og hins vegar vegna stækkunar á eldra húsnæði.

Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð. Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:

  1. Þegar bæjarstjórn úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð skal leggja á gatnagerðar­gjald í samræmi við fermetrafjölda þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
  2. Verði gatnagerðargjald ekki lagt á skv. a-lið, t.d. ef land er í einkaeign, eða ef veitt er bygg­ingarleyfi fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, skal við samþykkt/útgáfu byggingarleyfis leggja á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.

Gatnagerðargjald skal innheimt vegna stækkunar byggingar sem nemur fermetrafjölda stækk­unar.

Gatnagerðargjald skal lagt á við samþykkt/útgáfu byggingarleyfis ef reist er ný og stærri bygg­ing í stað annarrar á sömu lóð sem stækkuninni nemur í fermetrum. Gildir þessi regla um byggingar sem samþykkt er byggingarleyfi fyrir allt að fimm árum eftir að leyfi er gefið fyrir niðurrifi bygg­ingar. Að öðrum kosti skal greiða fullt gatnagerðargjald. Ef hin nýja bygging er annarrar tegundar eða til annarrar notkunar en hið eldra húsnæði gilda ákvæði 17. gr. þessarar samþykktar er varða almenna lækk­unar­heimild.

Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk, sbr. 16. gr. samþykktar þessarar, skal greiða gatnagerðar­gjald af fermetrafjölda viðkomandi húsnæðis sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.

 

16. gr.

Útreikningur gatnagerðargjalds.

Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í hús­byggingu eins og hann er hverju sinni í vísitöluhúsinu samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands. Gjald á fermetra er eins og hér segir:

Einbýlishús 15,0% 45.294 kr. pr. m²
Rað-, par-, tvíbýlis- og keðjuhús 15,0% 45.294 kr. pr. m²
Fjölbýlishús, 5 íbúðir eða fleiri 10,0% 30.196 kr. pr. m²
Atvinnuhúsnæði, verslun og þjónusta 12,0% 36.235 kr. pr. m²
Aðrar byggingar 12,0% 36.235 kr. pr. m²

Flatarmál húsa, sem gatnagerðargjald er greitt af, er brúttóflatarmál viðkomandi húsbyggingar í lokunarflokknum A, að undanskildum svölum, sbr. ÍST 50.

Fjárhæðir gatnagerðargjalds breytast 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á bygg­ingar­kostnaði vísitöluhússins samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga um Hagstofu Íslands og opinbera skýrslugerð nr. 163/2007.

 

17. gr.

Almenn lækkunarheimild.

Gatnagerðargjald skal lækka af íbúðarhúsnæði þegar svo stendur á sem hér segir:

Af kjallararýmum íbúðarhúsa sem myndast þegar hagkvæmara er að grafa út grunn en fylla hann upp skal greiða 25% af fermetragjaldi viðkomandi húss, enda sé húsrýmið gluggalaust og aðeins gengt í það innan frá.

Af auknu flatarmáli íbúðarhúsa 15 ára og eldri skal ekki greiða gatnagerðargjald, enda nemi stækkunin ekki meiru en 30 m² fyrir hverja íbúð. Tilheyri stækkunin sameign fjöleignarhúss skal meta hana eins og ef um stækkun einnar íbúðar væri að ræða. Við ákvörðun gatnagerðargjalds samkvæmt þessum tölulið skal meta í einu lagi þær stækkanir sem samþykktar hafa verið á sama húsi á næstu 5 árum á undan. Ákvæði þetta gildir einnig fyrir bílskúra, geymsluskúra og aðrar stakar byggingar á lóðum og svalaskýla íbúðarhúsa sem eru allt að 30 m² eða minni. Ef stækkun er meira en 30 m²  skal greiða fullt gatnagerðargjald af því sem umfram er.

Verði breytingar á húsnæði eða notkun húsnæðis þannig að skilyrði lækkunarheimilda sam­kvæmt 1. og 2. mgr. þessarar greinar eru ekki lengur uppfyllt, skal greiða gatnagerðargjald af því húsnæði samkvæmt gildandi gjaldskrá að teknu tilliti til þess sem áður hefur verið greitt vegna sama húsnæðis.

 

18. gr.

Sérstök lækkunarheimild.

Bæjarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður gjöld vegna sérhæfðs félagslegs húsnæðis, svo sem sambýla fyrir fatlaða, þjónustuíbúða fyrir aldraða og félags­legs leiguhúsnæðis enda sé slíkt húsnæði í eigu stofnana, félagasamtaka eða félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Þinglýsa skal kvöð á umrætt húsnæði um að greiða skuli gatnagerðargjald af því ef það fellur af einhverjum ástæðum ekki lengur undir ákvæði þetta. 

 

19. gr.

Gjalddagi og eindagi gatnagerðargjalds.

Við innheimtu gatnagerðargjalds skal 70% af álögðu gatnagerðargjaldi samkvæmt hámarks­bygg­ingarmagni á lóð miðað við gildandi deiliskipulag skv. a-lið 15. gr. greitt við lóðarúthlutun, sölu lóðar eða byggingarréttar á lóð sem er í eigu Kópavogsbæjar eða hann hefur ráðstöfunarrétt á. Það bygg­ingamagn sem samþykkt er umfram 70% af heildarbyggingarmagni á lóð miðað við gildandi deili­skipulag skv. a-lið 15. gr. skal greiðast við samþykkt byggingarleyfis.

Gatnagerðargjald sem lagt er á samkvæmt b-lið 15. gr. svo og vegna stækkunar bygginga og nýbygginga sem koma í stað eldri bygginga skv. 3. og 4. mgr. sömu greinar skal greiða við sam­þykkt byggingarleyfis.

Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.

 

20. gr.

Innheimta vangreidds gatnagerðargjalds og afturköllun lóðarúthlutunar.

Gatnagerðargjald ber dráttarvexti samkvæmt ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verð­trygg­ingu, frá gjalddaga.

Gatnagerðargjald er aðfararhæft án undangengins dóms eða stjórnvaldsúrskurðar.

Ef lóðarhafi greiðir ekki gatnagerðargjald á þeim gjalddögum sem kveðið er á um í úthlutunar- eða byggingarskilmálum er Kópavogsbæ heimilt að afturkalla úthlutun.

Sveitarstjórn skal með 30 daga fyrirvara senda lóðarhafa með sannanlegum hætti viðvörun um hina fyrirhuguðu afturköllun áður en lóðarúthlutun er afturkölluð.

 

21. gr.

Endurgreiðsla gatnagerðargjalds.

Kópavogsbær endurgreiðir gatnagerðargjald innan 30 daga ef lóðarúthlutun er afturkölluð, ógilt eða lóð skilað. Sama gildir um gatnagerðargjald sem lagt hefur verið á við samþykkt byggingar­leyfis, skv. b-lið 2. mgr. 15. gr. og 3. og 4. mgr. sömu greinar, en í þeim tilvikum skal endurgreiða gatna­gerðargjaldið innan 30 daga frá því að byggingarleyfishafi hefur sannanlega krafist greiðslu. Við greiðsludrátt reiknast dráttarvextir á fjárhæðina samkvæmt ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá gjalddaga. 

 

III. KAFLI

Gjald vegna skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis.

22. gr.

Almenn heimild.

Innheimta skal kostnað sem fellur til vegna vinnu við skipulagsmál eða útgáfu framkvæmda­leyfis. Gjaldskráin tekur til erinda sem koma til afgreiðslu hjá skipulagsráði og eftir atvikum á afgreiðslu­fundum skipulagsfulltrúa vegna útgáfu leyfa til framkvæmda, skjalagerðar, yfirlesturs gagna, auglýs­inga, kynninga og allrar annarrar umsýslu og þjónustu sem skipulagsdeild Kópavogs­bæjar veitir sam­kvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

Skipulagsdeild Kópavogsbæjar skal innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari fyrir hönd bæjar­stjórnar Kópavogs.

 

23. gr.

Skilgreiningar.

Afgreiðslugjald: Gjald sem greitt er vegna móttöku og yfirferðar erinda vegna aðalskipulags-, deiliskipulagsbreytinga eða útgáfu framkvæmdaleyfis. Gjaldið er óafturkræft þó svo að erindinu sé hafnað eða það dregið til baka.

Umsýslukostnaður: Kostnaður Kópavogsbæjar vegna afgreiðslu erindis, kynningar, birtingar aug­lýsinga sem og annar kostnaður vegna umsýslu erindis. Gjaldið er óafturkræft þó svo að erindinu sé hafnað eða það dregið til baka.

 

24. gr.

Almenn gjöld.

Innheimta skal afgreiðslugjald vegna erindis um framkvæmdaleyfi, byggingarleyfi, deili­skipulag og aðalskipulag. Afgreiðslugjaldið skal ákveða fyrir hverja tegund erindis og skal taka mið af þeirri vinnu sem almennt felst í slíku erindi. Sé þörf á að vinna skipulagsáætlun eða breytingar á henni vegna leyfisskyldra framkvæmda innheimtir bæjarstjórn gjald fyrir skipulagsvinnu sem nauðsyn­leg er vegna þeirrar framkvæmdar:

Afgreiðslugjald   16.574 kr.
Gjald vegna vinnu skipulagsfulltrúa við gerð lýsingar skipulagsáætlunar og/eða yfirlesturs og yfirferðar á lýsingu sem og önnur umsýsla 238.525 kr.
Umsýslugjald vegna fyrirspurna   21.501 kr.

 

25. gr.

Aðalskipulag.

Greiða skal gjöld vegna vinnu við aðalskipulagsbreytinga skv. 1. og 2. mgr. 36. gr. skipulags­laga nr. 123/2010 sem hér segir:

Afgreiðslugjald   16.574 kr.
Gerð breytingar- og kynningaruppdráttar skv. 1. mgr. 36 gr. 395.303 kr.
Kostnaður vegna óverulegra breytinga skv. 2. mgr. 36 gr. 247.484 kr.

Innheimta skal útlagðan kostnað vegna auglýsinga skipulagsáætlana skv. reikningi.

 

26. gr.

Deiliskipulag – verulegar breytingar.

Greiða skal gjöld vegna vinnu við nýtt deiliskipulag eða verulegar breytingar á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem hér segir:

Afgreiðslugjald   16.574 kr.
Gerð deiliskipulags- og kynningaruppdráttar skv. reikningi
Umsýslukostnaður vegna málsmeðferðar 311.315 kr.

Innheimta skal útlagðan kostnað vegna auglýsinga skipulagsáætlana skv. reikningi.

 

27. gr.

Deiliskipulag – óverulegar breytingar.

Greiða skal gjöld vegna vinnu við óverulegar breytingar á deiliskipulagi skv. 2. mgr. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem hér segir:

Afgreiðslugjald   16.574 kr.
Gerð deiliskipulags- og kynningaruppdráttar 395.303 kr.
Umsýslukostnaður vegna málsmeðferðar skv. 2. mgr.   95.186 kr.
Umsýslukostnaður vegna málsmeðferðar skv. 3. mgr.   78.389 kr.

Innheimta skal útlagðan kostnað vegna auglýsinga skipulagsáætlana skv. reikningi.

 

28. gr.

Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi skv. 44. gr. skipulagslaga.

Greiða skal gjöld vegna grenndarkynningar á umsókn um byggingarleyfi skv. 44. gr. skipulags­laga nr. 123/2010 sem hér segir:

Afgreiðslugjald 16.574 kr.
Umsýslukostnaður vegna málsmeðferðar 95.186 kr.

 

29. gr.

Lækkunarheimild vegna umfangslítilla skipulagsverkefna.

Heimilt er að veita afslátt af gjöldum skv. 24.-28. gr. samþykktar þessarar ef verkefni eru umfangslítil og kostnaður óverulegur. Afgreiðslugjald er þó undanskilið þessu ákvæði. Afsláttur getur þó aldrei orðið meira en 60% af gjaldi samkvæmt gildandi gjaldskrá.

 

30. gr.

Framkvæmdaleyfi.

Greiða skal gjöld vegna kynningar og útgáfu framkvæmdarleyfis skv. 13. og 14. gr. skipulags­laga nr. 123/2010 sem hér segir:

Afgreiðslugjald   16.574 kr.
Útgáfa framkvæmdaleyfis skv. 13. gr. skipulagslaga 103.025 kr.
Útgáfa framkvæmdaleyfis skv. 14. gr. skipulagslaga (matsskyld framkvæmd) 241.885 kr.

Innheimta skal útlagðan kostnað vegna auglýsinga framkvæmdaleyfis skv. reikningi.

 

31. gr.

Gjalddagar og greiðslur.

Gjöld sem innheimt eru samkvæmt III kafla þessarar samþykktar skulu aldrei nema hærri fjárhæðar en sem nemur kostnaði við veitta þjónustu.

Afgreiðslugjald skv. III. kafla í samþykkt þessari fellur í gjalddaga við móttöku erindis og skal greitt áður en fjallað er um erindið.

Umsýslugjald vegna breytinga á aðalskipulagi eða deiliskipulagi skal greitt áður en tillaga er auglýst eða grenndarkynnt í kjölfarið á samþykkt þess efnis.

Gjald vegna útgáfu framkvæmdaleyfis skal greitt við samþykkt framkvæmdaleyfis.

Gjöld samkvæmt III. kafla samþykktar þessarar miðast við byggingarvísitölu (grunnur 2009) janúar 2025 sem uppreiknast þriðja hvern mánuð miðað við gildandi byggingarvísitölu.

 

IV. KAFLI

Samþykkt og gildistaka.

32. gr.

Samþykkt þessi er sett með heimild í 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006 og 11. gr. reglugerðar um sama efni nr. 543/1996, 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 og 15. gr. laga um bygg­ingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009.

Samþykktin hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 26. nóvember 2024 og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjöld, stofn­gjöld og önnur þjónustugjöld tengd skipulagi og framkvæmdum í Kópavogsbæ nr. 1559/2023.

 

Kópavogi, 17. desember 2024.

 

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 7. janúar 2025