1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglnanna:
- Orðin „af bóknámsbraut“ í 1. málsl. 1 mgr. falla brott.
- Á eftir orðinu „eða“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur orðið: öðru.
- Orðin „frá erlendum skóla“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
- Í stað orðsins „bóknámsbrautum“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur orðið: námsbrautum.
- Orðin „þ.e. félagsfræði eða málabraut“ í 3. málsl. 2. mgr. falla brott ásamt greinarmerkjum.
2. gr.
Á eftir 2. mgr. 25. gr. reglnanna bætast við tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í lífefna- og sameindalíffræði: 30 einingar í stærðfræði og 40 einingar í náttúrufræðigreinum.
Æskilegur undirbúningur fyrir nám í lífefna- og sameindalíffræði: 50 einingar í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 einingar í eðlisfræði. Mælt er með góðum undirbúningi í efnafræði, erfðafræði og annarri líffræði.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. reglnanna:
- 5. mgr. fellur brott.
- 6. mgr. fellur brott.
4. gr.
Reglur þessar hefur háskólaráð sett á grundvelli tillagna viðkomandi fræðasviðs og með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008, um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 1. júlí 2024.
Jón Atli Benediktsson.
|