Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1491/2023

Nr. 1491/2023 6. desember 2023

GJALDSKRÁ
fyrir meðhöndlun heimilisúrgangs í Mosfellsbæ.

1. gr.

Innheimt er gjald fyrir meðhöndlun úrgangs frá heimilum í Mosfellsbæ eins og nánar er kveðið á um í gjaldskrá þessari.

 

2. gr.

Gjöldin samanstanda af breytilegum og föstum kostnaði vegna hirðu og losunar sveitarfélagsins og er ætlað að standa undir öllum kostnaði tengdum meðhöndlun heimilisúrgangs.

Breytilegt gjald, byggt á lítrafjölda hvers íláts, er ætlað að standa undir kostnaði við hirðu, förgun og annan kostnað í tengslum við sorphirðuna.

Fast gjald er gjald vegna reksturs grenndar- og endurvinnslustöðva sem er ætlað að standa undir kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins í rekstri grenndar- og endurvinnslustöðva SORPU bs.

 

3. gr.

Gjald fyrir blandaðan úrgang – hirðutíðni á 14 daga fresti  
Gjaldaflokkur nr. Tegund íláta Gjald kr./ílát á ári
1B 240 l tunna 54.477
1D 360 l tunna 81.716
1E 660 l kar 149.812
1F 2.500 l djúpgámur 453.976
1G 4.000 l djúpgámur 907.952
1H 5.000 l djúpgámur 1.134.940
     
Gjald fyrir matarleifar (lífúrgang) - hirðutíðni á 14 daga fresti  
Gjaldaflokkur nr. Tegund íláta Gjald kr./ílát á ári
2A 140 l tunna 17.217
2F 2.500 l djúpgámur 245.953
     
Gjald fyrir tvískipta tunnu blandaðs úrgangs og matarleifa - hirðutíðni á 14 daga fresti  
Gjaldaflokkur nr. Tegund íláta Gjald kr./ílát á ári
3C 240 l tvískipt tunna 44.492
     
Gjald fyrir pappír/pappa - hirðutíðni á 21 dags fresti  
Gjaldaflokkur nr. Tegund íláta Gjald kr/ílát á ári
4B 240 l tunna 6.692
4D 360 l tunna 10.039
4E 660 l kar 18.404
4F 2.000 l djúpgámur 55.770
4G 4.000 l djúpgámur 111.540
4H 5.000 l djúpgámur 139.425
     
Gjald fyrir plastumbúðir - hirðutíðni á 21 dags fresti  
Gjaldaflokkur nr. Tegund íláta Gjald kr./ílát á ári
5B 240 l tunna 6.986
5D 360 l tunna 10.480
5E 660 l kar 19.213
5F 2.000 l djúpgámur 58.220
5G 4.000 l djúpgámur 116.440
5H 5.000 l djúpgámur 145.550
     
Gjald fyrir tvískipta tunnu pappír/pappa og plastumbúðir* - hirðutíðni á 21 dags fresti  
Gjaldaflokkur nr. Tegund íláta Gjald kr./ílát á ári
6C 240 l tvískipt tunna 6.810
*Ath. aðeins í boði fyrir fámenn sérbýli (1-2 íbúa)  
     
Gjald vegna reksturs grenndar- og endurvinnslustöðva  
Gjaldaflokkur nr. Tegund þjónustu Fast gjald kr. á íbúð
7 Rekstur grenndar- og endurvinnslustöðva 22.729
     
Aðrir gjaldaliðir    
     
Umsýslugjald við breytta samsetningu íláta  
Gjaldaflokkur nr. Tegund þjónustu Gjald kr./skipti
8 Við breytingar á samsetningu íláta vegna sorphirðu 3.300

 

4. gr.

Aukalosun er á ábyrgð heimilanna. Íbúum er bent á að leita til þjónustuaðila ef óskað er eftir losun á milli sorphirðudaga.

 

5. gr.

Í fjöleignarhúsum, með sameiginleg ílát fyrir úrgang, er gjöldum vegna meðhöndlunar heimilis­úrgangs skipt eftir hlutfallstölum, þ.e. sá eignarhluti sem viðkomandi íbúðareigandi á í heildar húseigninni, sbr. lög um fjöleignarhús.

 

6. gr.

Gjöld skv. 3. gr. eru innheimt samhliða fasteignagjöldum. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtukostnaðar. Sorphirðugjald skal tryggt með lögveði í viðkomandi fasteign í tvö ár frá gjalddaga. Sveitarfélagið annast innheimtu gjalda sam­kvæmt þessari gjaldskrá.

 

7. gr.

Gjaldskrá þessi er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 840. fundi, 6. desember 2023, með heimild í 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 2. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, og öðlast gildi við birtingu. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá um sama efni nr. 1705/2022.

 

Mosfellsbæ, 6. desember 2023.

 

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 27. desember 2023