Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1423/2021

Nr. 1423/2021 10. desember 2021

REGLUR
um starfsleyfi, skipulagskröfur og kröfur til birtingar viðskiptaupplýsinga fyrir veitendur gagnaskýrsluþjónustu á fjármálamarkaði.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga hvað varðar umsóknir um starfsleyfi, skipulagskröfur og kröfur til birtingar viðskiptaupplýsinga fyrir veitendur gagnaskýrsluþjónustu, skv. 106., 109., 110. og 111. gr. laganna.

 

2. gr.

Tilvísanir.

Starfsáætlun skv. 2. mgr. 61. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til starfsáætlunar sem um getur í 2. mgr. 61. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til starfsáætlunar sam­kvæmt 106. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Upplýsingar sem gera skal opinberar skv. 1. mgr. 64. gr. og 1. og 2. mgr. 65. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til upplýsinga sem gera skal opinberar í samræmi við 1. mgr. 64. gr. og 1. og 2. mgr. 65. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til upplýsinga samkvæmt 109. og 110. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72 frá 11. nóvember 2021, bls. 16-31 og 280-282, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 85/2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 88 frá 31. október 2019, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahags­svæðið, sbr. lög um Evrópska efnahags­svæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/571 frá 2. júní 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um starfsleyfi, skipulagskröfur og birtingu viðskiptaupplýsinga fyrir veitendur gagnaskýrslu­þjónustu.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/63 frá 26. september 2017 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/571 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla um starfsleyfi, skipulagskröfur og birtingu viðskiptaupplýsinga fyrir veitendur gagna­skýrslu­­þjónustu.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 4. mgr. 106. gr., 7. mgr. 109. gr., 11. mgr. 110. gr. og 6. mgr. 111. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga, taka gildi þegar í stað.

 

Seðlabanka Íslands, 10. desember 2021.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 10. desember 2021