1. gr.
Í þeim tilvikum sem Múlaþing vinnur að handsömun búfjár og/eða við að koma því í örugga vörslu, sem umráðamaður lands, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um búfjárhald, nr. 38/2013, er kostnaður innheimtur hjá eiganda búfjárins á eftirfarandi hátt.
Kostnaður vegna handsömunar og vörslu, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanns, aksturs- og flutningskostnaður:
Kr. 9.014 á hvern stórgrip. Kr. 4.507 á hverja kind.
Ef kostnaður er verulega meiri en nemur ofangreindum fjárhæðum, s.s. vegna mikillar vinnu starfsmanns, er heimilt að innheimta tímagjald á hvern starfsmann sveitarfélagsins, sem innheimtist í samræmi við gjaldskrá þjónustumiðstöðva Múlaþings.
2. gr.
Í þeim tilvikum sem Múlaþing hefur búfé í vörslu, fram yfir 6 klst, sem umráðamaður lands, eða ef sveitarfélaginu er afhent búfé til vörslu af umráðamanni lands, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um búfjárhald, nr. 38/2013, er kostnaður innheimtur hjá eiganda búfjárins á eftirfarandi hátt.
Kostnaður vegna vörslu, fóðrunar, brynningar og eftir atvikum hýsingar, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanns, aksturs- og flutningskostnaður:
Kr. 17.500 á hvern byrjaðan sólarhring vegna hvers stórgrips. Kr. 5.900 á hvern byrjaðan sólarhring vegna hverrar kindar.
3. gr.
Gjöldum skv. gjaldskrá þessari fylgir lögveð í búfénu, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um búfjárhald, nr. 38/2013. Lögveðið nær einnig til vaxta og innheimtukostnaðar af kröfunni ef því er að skipta.
4. gr.
Ofangreind gjaldskrá var samþykkt af sveitarstjórn Múlaþings þann 14. desember 2022, á grundvelli laga um velferð dýra, nr. 55/2013, og á grundvelli samþykktar um bann við lausagöngu stórgripa á Fljótsdalshéraði nr. 1113/2005 og öðlast þegar gildi. Við staðfestingu gjaldskrár þessarar fellur úr gildi gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár í Múlaþingi nr. 1384/2020.
Múlaþingi, 19. desember 2022.
Björn Ingimarsson sveitarstjóri.
|