1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um veitingu starfsleyfis sem lánastofnun samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
2. gr.
Upplýsingar vegna umsóknar um starfsleyfi sem lánastofnun.
Lögaðili sem sækir um starfsleyfi sem lánastofnun skv. II. kafla laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, skal veita upplýsingar í samræmi við reglugerð (ESB) 2022/2580 og á því formi sem fram kemur í reglugerð (ESB) 2022/2581, sbr. 3. gr.
3. gr.
Innleiðing reglugerða.
Með vísan til 2. gr. reglna þessara öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2580 frá 17. júní 2022 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina upplýsingarnar sem fyrirtæki á að leggja fram í umsókn um starfsleyfi sem lánastofnun og tilgreina hindranirnar sem geta komið í veg fyrir skilvirkt eftirlit lögbærra yfirvalda, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2023 frá 17. mars 2023.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2581 frá 20. júní 2022 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB að því er varðar veitingu upplýsinga í umsókn um starfsleyfi sem lánastofnun, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2023 frá 17. mars 2023.
Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2580 og 2022/2581 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union):
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32022R2580, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 335, þann 29. desember 2022, bls. 64-85;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32022R2581, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 335, þann 29. desember 2022, bls. 86-102.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 1. tölul. 1. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi.
Seðlabanka Íslands, 4. júlí 2023.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
|