1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem hafa heimild til móttöku innlána skv. 3. gr., sbr. 20. gr., laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og viðhalda skulu eiginfjárauka vegna kerfisáhættu skv. 86. gr. g sömu laga.
Eiginfjáraukanum skal viðhaldið á samstæðu- og einingargrunni, eftir því sem við á, sbr. 83. gr. d laga um fjármálafyrirtæki.
2. gr.
Hlutfall eiginfjárauka vegna kerfisáhættu.
Fjármálafyrirtæki, sem hafa heimild til móttöku innlána, skulu viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu sem nemur 2% af áhættugrunni, vegna innlendra áhættuskuldbindinga, sbr. 86. gr. h og 1. tölul. 86. gr. i laga um fjármálafyrirtæki.
3. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru á grundvelli 86. gr. g laga um fjármálafyrirtæki, hafa verið samþykktar af fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands og öðlast þegar gildi. Við gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 323/2020, um eiginfjárauka fyrir fjármálafyrirtæki vegna kerfisáhættu.
Seðlabanka Íslands, 3. desember 2024.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Haukur C. Benediktsson framkvæmdastjóri. |
|