Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 378/2021

Nr. 378/2021 23. mars 2021

REGLUR
um sniðmát fyrir gagnaskil vátryggingafélaga og vátryggingasamstæðna.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um starfsemi innlendra vátryggingafélaga og starfsemi erlendra vátrygg­inga­félaga hér á landi, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. Þá gilda reglur þessar um vátryggingasamstæður, sbr. 1. gr. laga nr. 60/2017 um vátrygginga­samstæður.

 

2. gr.

Sniðmát fyrir gagnaskil til Fjármálaeftirlitsins.

Reglur þessar eru settar til að innleiða framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) þar sem fram koma tæknilegir framkvæmdarstaðlar að því er varðar sniðmát fyrir gagnaskil vátryggingafélaga, eignarhaldsfélaga á vátryggingasviði og blandaðra eignar­haldsfélaga í fjármála­starfsemi til Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 31. gr. laga nr. 100/2016 um vátrygginga­starfsemi og 31. og 32. gr. laga nr. 60/2017 um vátrygginga­samstæður.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2450 frá 2. desember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát fyrir gagnaskil til eftirlits­yfirvalda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 41. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 10. desember 2020, bls. 1-1223.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1868 frá 20. október 2016 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/2450 um tæknilega fram­kvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát fyrir gagnaskil til eftirlitsyfirvalda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 41. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 33-67.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2189 frá 24. nóvember 2017 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/2450 um tæknilega fram­kvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát fyrir framlagningu upplýsinga til eftirlits­yfirvalda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2019 frá 14. júní 2019 (óbirt). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 10. desember 2020, bls. 1224-1250.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1844 frá 23. nóvember 2018 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/2450 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát fyrir gagnaskil til eftirlitsyfirvalda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2019 frá 14. júní 2019 (óbirt). Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 10. desember 2020, bls. 1251-1300.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 13. mgr. 31. gr. laga nr. 100/2016 um vátrygg­inga­starfsemi og 7. mgr. 31. gr. og 6. mgr. 32. gr. laga nr. 60/2017 um vátryggingasamstæður, taka gildi þegar í stað.

 

Seðlabanka Íslands, 23. mars 2021.

 

  Ásgeir Jónsson 
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir,
frkvstj. skrifstofu bankastjóra.

B deild - Útgáfud.: 9. apríl 2021