1. gr.
Sveitarstjórn Dalabyggðar er heimilt, í samræmi við 11. gr. samþykktar nr. 845/2021 um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð, að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð.
2. gr.
Úrgangur frá heimilum í sveitarfélaginu og einbýlishúsum í þéttbýli skal flokkaður í 7 flokka og er að lágmarki greitt gjald fyrir grunneiningu fjögurra íláta við húsvegg. Grunneiningin samanstendur af ílátum fyrir plastefni, pappír og pappa, lífúrgang og blandaðan heimilisúrgang. Til viðbótar skal safna gleri, málmum og textíl sem skila skal í lúgur við söfnunarstöð.
Gjöldin greiðast árlega sem hér greinir:
Gjaldflokkur |
Tegund og stærð íláts |
Gjald, kr./ílát á ári |
Breytilegt gjald fyrir blandaðan úrgang |
|
4 vikur |
A.1 |
Blandað, 120/140 l spartunna |
|
26.000 |
A.2 |
Blandað, 240 l tunna |
|
42.000 |
A.3 |
Blandað, 660 l kar |
|
115.000 |
A.4 |
Blandað, 1.100 l kar |
|
190.000 |
Breytilegt gjald fyrir flokkað pappírsefni |
Búðardal 4 vikur |
Dreifbýli 8 vikur |
B.1 |
Pappi/pappír, 240 l tunna |
8.000 |
8.000 |
B.2 |
Pappi/pappír, 360 l tunna |
13.000 |
8.000 |
B.3 |
Pappi/pappír, 660 l kar |
26.000 |
8.000 |
B.4 |
Pappi/pappír, 1.100 l kar |
44.000 |
18.000 |
Breytilegt gjald fyrir flokkað plastefni |
Búðardal 4 vikur |
Dreifbýli 8 vikur |
C.1 |
Plast, 240 l tunna |
8.000 |
8.000 |
C.2 |
Plast, 360 l tunna |
13.000 |
8.000 |
C.3 |
Plast, 660 l kar |
26.000 |
16.000 |
C.4 |
Plast, 1.100 l kar |
44.000 |
26.000 |
Breytilegt gjald fyrir flokkað, lífúrgangur |
|
4 vikur* |
D.1 |
Plast, 240 l tunna |
|
10.000 |
* 2 vikna hirðutíðni á sumrin. |
Almenn/ráðlögð ílátastærð meðalheimilis feitletruð. |
Frístundahús og einbýlishús í dreifbýli hafa aðgang að grenndarstöðvum á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Gjald fyrir þá þjónustu er 16.000 kr. fyrir árið.
Fast gjald, 28.000 kr., er lagt á allar fasteignir sveitarfélagsins til að standa straum af veittri þjónustu tengdri málaflokknum og er ekki beintengt úrgangsmagni s.s. umsýsla, fræðsla, hreinsun rusls á víðavangi, rekstur grenndarstöðvar fyrir gler, málm og textíl og aðgengi að gámasvæði með gjaldfrjálsan úrgang.
Ofangreind gjöld skulu innheimt samhliða fasteignagjöldum.
3. gr.
Ef sorptunna/ílát skemmist eða hverfur vegna þess að það hefur ekki verið gengið nægilega vel frá þeim, t.d. undir skýli eða að festingar vantar verður innheimtur raunkostnaður á hverja tunnu/ílát samkvæmt reikningi frá verktaka.
Sorptunnur/ílát sem geymd eru utanhúss skulu standa á fastri undirstöðu og vera þannig staðsettar að aðgangur að þeim sé greiður og af þeim geti ekki stafað óþægindi eða óþrifnaður fyrir umhverfið, sbr. 15. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs nr. 803/2023.
Umsýslugjald greiðist við afhendingu nýrra tunna/íláta og ef skipt er milli stærða. Sé tunnu/íláti skipt út fyrir aðra stærð er eldri tunna/ílát tekið upp í nýja, enda sé hún óskemmd. Verð eldri tunnu/íláts miðast við verð á nýju, að frádreginni afskriftarupphæð sem nemur 1/10 fyrir hvert ár sem liðið er frá því notkun hófst.
Umsýslugjald vegna breyttrar þjónustu er 5.000 kr. í hvert sinn sem óskað er breytinga. Á þetta við um breytingu á ílátum/tunnum, viðbótarílát eða breytta skráningu, svo sem samnýtingar á tunnum/ílátum.
4. gr.
Gjaldtaka söfnunarstöðvar í Búðardal miðast við rúmmál (m³) þess úrgangsmagns sem afsett er.
Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald til Úrvinnslusjóðs. Móttökugjald á einn m³ af flokkuðum eða óflokkuðum úrgangi er 5.400 kr. Starfsmaður stöðvar magnmælir úrgang sem hleypur á 0,25 m³, greitt er fyrir þann úrgang á staðnum. Ekki er innheimt fyrir úrgang undir 0,25 m³.
Eftirfarandi flokkar eru gjaldfrjálsir:
- Spilliefni, rafeindabúnaður, raftæki, rafhlöður og ljósaperur.
- Bylgjupappi, pappír, umbúðaplast – móttaka í lúgu allan sólarhringinn.
- Glerkrukkur og málmumbúðir (niðursuðudósir o.s.frv.) – móttaka í lúgu allan sólarhringinn.
- Rúlluplast, hjólbarðar, kertaafgangar og fatnaður.
- Brotajárn og málmar.
Úrgangur skal vera flokkaður við komu á söfnunarstöð svo hægt sé að aðgreina gjaldskyldan úrgang frá öðrum og magnmæla.
5. gr.
Gjaldskrá þessi sem var samþykkt af sveitarstjórn Dalabyggðar 17. desember 2024 staðfestist hér með samkvæmt 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 41/2024.
Búðardal, 2. janúar 2025.
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri.
|