1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „janúar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur orðið: febrúar.
- Í stað orðanna „í byrjun“ í 2. málsl. 1. mgr. koma orðin: um miðjan.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglnanna:
- 2. mgr. fellur brott.
- 3. mgr. fellur brott.
3. gr.
Lokamálsliður 5. gr. reglnanna orðast svo: Önnur viðmið lúta að mati á vísindalegri hæfni umsækjenda, aðstöðu og almennt ytri umgjörð fyrirhugaðs verkefnis samkvæmt viðmiðum sem vísindanefnd háskólaráðs setur og kynnt eru sérstaklega þegar auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn.
4. gr.
Í stað orðsins „febrúar“ í lokamálslið 7. gr. reglnanna kemur orðið: mars.
5. gr.
Í stað orðanna „í byrjun“ í 1. málsl. 2. mgr. 9. gr. reglnanna koma orðin: um miðjan.
6. gr.
Lokamálsliður 2. mgr. 12. gr. reglnanna orðast svo: Hafi doktorsritgerð ekki borist vísinda- og nýsköpunarsviði tveimur árum eftir að næstsíðasta mánaðargreiðsla var innt af hendi fellur lokagreiðsla styrks niður.
7. gr.
Reglur þessar, sem rektor Háskóla Íslands hefur samþykkt fyrir hönd háskólaráðs, öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 13. desember 2024.
Jón Atli Benediktsson.
|