Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1515/2024

Nr. 1515/2024 13. desember 2024

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 1033/2019 um Doktorsstyrkjasjóð Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglnanna:

  1. Í stað orðsins „janúar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur orðið: febrúar.
  2. Í stað orðanna „í byrjun“ í 2. málsl. 1. mgr. koma orðin: um miðjan.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglnanna:

  1. 2. mgr. fellur brott.
  2. 3. mgr. fellur brott.

 

3. gr.

Lokamálsliður 5. gr. reglnanna orðast svo: Önnur viðmið lúta að mati á vísindalegri hæfni umsækjenda, aðstöðu og almennt ytri umgjörð fyrirhugaðs verkefnis samkvæmt viðmiðum sem vísindanefnd háskólaráðs setur og kynnt eru sérstaklega þegar auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn.

 

4. gr.

Í stað orðsins „febrúar“ í lokamálslið 7. gr. reglnanna kemur orðið: mars.

 

5. gr.

Í stað orðanna „í byrjun“ í 1. málsl. 2. mgr. 9. gr. reglnanna koma orðin: um miðjan.

 

6. gr.

Lokamálsliður 2. mgr. 12. gr. reglnanna orðast svo: Hafi doktorsritgerð ekki borist vísinda- og nýsköpunarsviði tveimur árum eftir að næstsíðasta mánaðargreiðsla var innt af hendi fellur loka­greiðsla styrks niður.

 

7. gr.

Reglur þessar, sem rektor Háskóla Íslands hefur samþykkt fyrir hönd háskólaráðs, öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 13. desember 2024.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 16. desember 2024