1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem reikna áhættuskuldbindingar vegna yfirfærðrar útlánaáhættu í samræmi við 29. gr. b, c og d laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og V. hluta reglugerðar um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017.
2. gr.
Yfirfærð útlánaáhætta vegna verðbréfunar.
Fjármálafyrirtæki sem skylt er að reikna yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar skulu framkvæma útreikningana í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 602/2014, sbr. 3. gr. þessara reglna.
Fjármálafyrirtæki sem skylt er að reikna yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar skulu framkvæma útreikningana í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 625/2014, með áorðnum breytingum, sbr. 3. gr. þessara reglna.
3. gr.
Birting tæknilegra staðla.
Með vísan til 2. gr. öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 602/2014 frá 4. júní 2014 um tæknilega framkvæmdarstaðla til að gera samræmingu aðferðafræði eftirlitsstofnana mögulega með tilliti til beitingar viðbótaráhættuvoga, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 625/2014 frá 13. mars 2014 um tæknilega eftirlitsstaðla varðandi kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja sem teljast til fjárfesta, umsýsluaðila, upphaflegra lánveitenda og útgefenda með tilliti til áhættuskuldbindinga vegna yfirfærðrar útlánaáhættu, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1798 frá 2. júlí 2015, um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 625/2014, um tæknilega eftirlitsstaðla varðandi kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja sem teljast til fjárfesta, umsýsluaðila, upphaflegra lánveitenda og útgefenda með tilliti til áhættuskuldbindinga vegna yfirfærðrar útlánaáhættu, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 57/2015 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, vísar Fjármálaeftirlitið til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 602/2014 og 625/2014 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1798 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union):
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1470393181362&uri=CELEX: 32014R0602, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 166, þann 5. júní 2014, bls. 22-24;
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1470393181362&uri=CELEX: 32014R0625, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 174, þann 13. júní 2014, bls. 16-25; og
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1470393181362&uri=CELEX: 32015R1798, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 263, þann 2. júlí 2015, bls. 12-13.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar eru settar með heimild í b-lið 3. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Fjármálaeftirlitinu, 18. október 2017.
Unnur Gunnarsdóttir.
Sigurður Freyr Jónatansson.
|