Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1179/2024

Nr. 1179/2024 7. október 2024

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 244/2014 um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl., og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds.

1. gr.

Í stað tölunnar „50“ í 1. málsl. 2. mgr. 9. gr. reglnanna kemur: 135.

 

2. gr.

Aftan við 17. gr. reglnanna bætist við ný grein, 18. gr., sem hljóðar svo í heild sinni:

Mælingar Rannsóknastofu í íþrótta- og heilsufræði
við menntavísindasvið á líkamlegu atgervi.

Unnið er með íþróttahreyfingunni við mælingar á íþróttafólki og með stofnunum samfélagsins með mælingum á almenningi og sjúklingum. Rannsóknastofan er búin nýjustu tækjum til mæling­anna sem mörg er ekki að finna annars staðar á landinu. Mælingar eru nýttar í þágu kennslu, rann­sókna og þróunar. Allir þátttakendur sem mældir eru í rannsóknastofunni skrifa undir upplýst sam­þykki áður en mælingar hefjast.

1) Mælingar á styrk, hraða og liðleika 15.000 kr. pr. einstakling
2) Mælingar á þoli (VO2max + lactates) 20.000 kr. pr. einstakling
3) Mælingar á styrk, hraða, liðleika og þoli 30.000 kr. pr. einstakling

Mæling 1 tekur 30–40 mín pr. einstakling í framkvæmd.
Mæling 2 tekur 40–50 mín pr. einstakling í framkvæmd.
Mæling 3 tekur 70–90 mín pr. einstakling í framkvæmd.

Grunnur að gjaldskránni er launakostnaður starfsfólks við framkvæmd mælinga, tilfallandi kostn­aður vegna mælinganna, s.s. hanskar, grímur, súrefniskútar, viðhald tækjabúnaðar og húsa­leiga. Gjöldin standa undir hluta af kostnaði sem til fellur vegna þjónustunnar.

Virðisaukaskattur leggst á mælingar. Gjöld vegna þjónustunnar skulu vera fjárhagslega afmörkuð frá öðrum rekstri Rannsóknastofunnar og þess gætt að þjónustan sé ekki niðurgreidd með öðrum tekjum, í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Gjaldskráin skal hverju sinni taka mið af upp­lýsingum um verðlagningu fyrir sambærilega þjónustu á almennum markaði, að því marki sem slík þjónusta er í boði. Um stjórnunar- og aðstöðugjald fer eftir ákvæðum 73. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.

 

3. gr.

Núverandi 18. gr. reglnanna verður 19. gr., núverandi 19. gr. verður 20. gr. o.s.frv.

 

4. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við heimild í 24. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 7. október 2024.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 23. október 2024