1. gr.
Í stað tölunnar „50“ í 1. málsl. 2. mgr. 9. gr. reglnanna kemur: 135.
2. gr.
Aftan við 17. gr. reglnanna bætist við ný grein, 18. gr., sem hljóðar svo í heild sinni:
Mælingar Rannsóknastofu í íþrótta- og heilsufræði við menntavísindasvið á líkamlegu atgervi.
Unnið er með íþróttahreyfingunni við mælingar á íþróttafólki og með stofnunum samfélagsins með mælingum á almenningi og sjúklingum. Rannsóknastofan er búin nýjustu tækjum til mælinganna sem mörg er ekki að finna annars staðar á landinu. Mælingar eru nýttar í þágu kennslu, rannsókna og þróunar. Allir þátttakendur sem mældir eru í rannsóknastofunni skrifa undir upplýst samþykki áður en mælingar hefjast.
1) |
Mælingar á styrk, hraða og liðleika |
15.000 kr. pr. einstakling |
2) |
Mælingar á þoli (VO2max + lactates) |
20.000 kr. pr. einstakling |
3) |
Mælingar á styrk, hraða, liðleika og þoli |
30.000 kr. pr. einstakling |
Mæling 1 tekur 30–40 mín pr. einstakling í framkvæmd. Mæling 2 tekur 40–50 mín pr. einstakling í framkvæmd. Mæling 3 tekur 70–90 mín pr. einstakling í framkvæmd.
Grunnur að gjaldskránni er launakostnaður starfsfólks við framkvæmd mælinga, tilfallandi kostnaður vegna mælinganna, s.s. hanskar, grímur, súrefniskútar, viðhald tækjabúnaðar og húsaleiga. Gjöldin standa undir hluta af kostnaði sem til fellur vegna þjónustunnar.
Virðisaukaskattur leggst á mælingar. Gjöld vegna þjónustunnar skulu vera fjárhagslega afmörkuð frá öðrum rekstri Rannsóknastofunnar og þess gætt að þjónustan sé ekki niðurgreidd með öðrum tekjum, í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Gjaldskráin skal hverju sinni taka mið af upplýsingum um verðlagningu fyrir sambærilega þjónustu á almennum markaði, að því marki sem slík þjónusta er í boði. Um stjórnunar- og aðstöðugjald fer eftir ákvæðum 73. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
3. gr.
Núverandi 18. gr. reglnanna verður 19. gr., núverandi 19. gr. verður 20. gr. o.s.frv.
4. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við heimild í 24. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 7. október 2024.
Jón Atli Benediktsson.
|