1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem reikna eiginfjárgrunn, eða eftir atvikum hæft fjármagn, í samræmi við X. kafla laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017.
2. gr.
Útreikningur á eiginfjárgrunni og hæfu fjármagni.
Fjármálafyrirtæki sem skylt er að reikna eiginfjárgrunn, eða eftir atvikum hæft fjármagn, vegna eiginfjárkrafna skal fylgja ákvæðum reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 241/2014 frá 7. janúar 2014, með áorðnum breytingum, sbr. 3. gr. þessara reglna.
Fjármálafyrirtæki sem skylt er að reikna eiginfjárgrunn, eða eftir atvikum hæft fjármagn, vegna eiginfjárkrafna skal við útreikninga draga frá viðbótarfrádráttarlið í samræmi við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 523/2014 frá 12. mars 2014.
3. gr.
Birting tæknilegra staðla.
Með vísan til 2. gr. öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 241/2014 frá 7. janúar 2014 um tæknilega eftirlitsstaðla varðandi kröfur vegna eiginfjárgrunns fjármálafyrirtækja, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 523/2014 frá 12. mars 2014 um tæknilega eftirlitsstaðla til að ákvarða tengsl á milli virðis sértryggðra skuldabréfa fjármálafyrirtækis og virðis eigna fjármálafyrirtækis með tilliti til útlánaáhættu viðkomandi fjármálafyrirtækis, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/488 frá 4. september 2014 um tæknilega eftirlitsstaðla og breytingar á reglugerð (ESB) nr. 241/2014 að því er varðar fjármálafyrirtæki sem reikna eiginfjárkröfur miðað við fastan rekstrarkostnað, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/850 frá 30. janúar 2015 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 241/2014 um tæknilega eftirlitsstaðla varðandi kröfur vegna eiginfjárgrunns fjármálafyrirtækja, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/923 frá 11. mars 2015 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 241/2014 um tæknilega eftirlitsstaðla varðandi kröfur vegna eiginfjárgrunns fjármálafyrirtækja, sem sett er á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 57/2015 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, vísar Fjármálaeftirlitið til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 241/2014 og 523/2014 og reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/488, 2015/850 og 2015/923 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union):
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1465293341589&uri=CELEX:32014R0241, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 074, þann 14. mars 2014, bls. 8-26;
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1465293845855&uri=CELEX:32014R0523, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 148, þann 20. maí 2014, bls. 4-5;
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1465293874228&uri=CELEX:32015R0488, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 078, þann 24. mars 2015, bls. 1-4;
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1465293874228&uri=CELEX:32015R0850, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 135, þann 2. júní 2015, bls. 1-7; og
- http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1465293874228&uri=CELEX:32015R0923, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 150, þann 17. júní 2015, bls. 1-9.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar eru settar með heimild í a-lið 3. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Fjármálaeftirlitinu, 2. júní 2017.
Anna Mjöll Karlsdóttir.
Sigurður Freyr Jónatansson.
|