Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1369/2024

Nr. 1369/2024 28. nóvember 2024

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. er tollyfirvöldum heimilt, til og með 31. desember 2025, að veita ábyrgðaraðila farmskrár skv. 3. gr., undanþágu frá m-lið 2. tölul. 1. mgr. ákvæðisins, um að sex stafa tollskrárnúmer vöru skuli koma fram í farmskrá, að uppfylltu eftirtöldu skilyrði:

  1. Ábyrgðaraðili farmskrár framvísar staðfestingu frá Matvælastofnun um að stofnuninni sé mögulegt að sinna lögbundnu eftirliti samkvæmt lögum um matvæli, nr. 93/1995, með komu sendinga af dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis og tilteknum vörum, sbr. reglugerð 234/2020, sem og sendingum sem ætlaðar eru til manneldis, sem og sendingum sem innihalda dýr og afurðir, sbr. reglugerð nr. 896/2024, á vegum hans.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 31. gr. og 3. mgr. 58. gr. tollalaga, nr. 88/2005, öðlast gildi 1. janúar 2025.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 28. nóvember 2024.

 

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Brynhildur Kr. Aðalsteinsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 29. nóvember 2024