1. gr.
Skráningargjald.
Við skráningu hunds skal greiða skráningargjald kr. 8.000.
2. gr.
Eftirlitsgjald.
Árlega skal greiða eftirlitsgjald vegna hunds kr. 10.000.
3. gr.
Undanþága vegna björgunar- og hjálparhunda.
Björgunarsveitar- og hjálparhundar eru undanþegnir eftirlitsgjaldi, en eru eftir sem áður skráningarskyldir.
4. gr.
Handsömunargjald.
Gjald vegna handsömunar hunds greiðist við afhendingu kr. 30.000.
Að auki skal greiða daggjald kr. 3.500, fyrir hvern heilan dag, fyrir þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi hunds, þ.m.t. útkall dýraeftirlitsmanns, fóðrun og auglýsingar. Óskráða hunda má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu.
5. gr.
Afsláttur af eftirlitsgjaldi.
Heimilt er að veita þeim hundaeigendum, sem sótt hafa námskeið viðurkennds hundaþjálfara 50% afslátt af eftirlitsgjaldi, í eitt skipti fyrir hvern hund.
6. gr.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í samþykkt um hundahald á Akureyri og ákvæði 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Gjaldskrá þessi öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 40/2017.
Samþykkt í bæjarstjórn Akureyrarbæjar, 15. desember 2020.
F.h. Akureyrarbæjar, 18. desember 2020,
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður/persónuverndarfulltrúi.
|