Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1235/2024

Nr. 1235/2024 6. nóvember 2024

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 641/2017 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um skortsölu og skuldatryggingar.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/27 frá 27. september 2021 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 að því er varðar breytingu á viðeigandi viðmiðunarmörkum fyrir tilkynninguna um verulegar hreinar skortstöður í hlutabréfum, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2022 frá 29. apríl 2022, skal gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 70 frá 27. október 2022, bls. 314–315.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í d-lið 1. mgr. 13. gr. laga um skortsölu og skulda­tryggingar, nr. 55/2017, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 6. nóvember 2024.

 

F. h. r.

Gunnlaugur Helgason.

Eggert Páll Ólason.


B deild - Útgáfud.: 7. nóvember 2024