Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1595/2024

Nr. 1595/2024 18. desember 2024

REGLUGERÐ
um (7.) breytingu á reglugerð nr. 430/2021, um almennan stuðning við landbúnað.

1. gr.

1. ml. 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Jarðræktarstyrkjum skal varið til nýræktar og endurræktunar á túnum, kornræktar, ræktunar annarra fóðurjurta sem og annara niturbindandi nytjaplantna.

 

2. gr.

2. ml. 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Beit búpenings telst vera uppskera og nýting kornhálms, niturbindandi plantna og annarra jurta til uppræktunar jarðvegs telst styrkhæf.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búnaðarlögum, nr. 70/1998, og búvörulögum nr. 99/1993. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 18. desember 2024.

 

Bjarni Benediktsson.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.


B deild - Útgáfud.: 23. desember 2024