Hinn 23. maí 2019 var sænska utanríkisráðuneytinu afhent staðfestingarskjal Íslands vegna samnings, sem gerður var í Stokkhólmi 11. desember 2018, um breytingar á Norðurlandasamningi um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir tilteknar heilbrigðis- og hjúkrunarstéttir frá 14. júní 1993, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 36/1993 þar sem samningurinn er birtur, svo og auglýsingu nr. 6/2001 um breytingar á samningnum.
Samningurinn öðlast gildi 1. febrúar 2020.
Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 30. janúar 2020.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal)
|