1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 2. tl., svohljóðandi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/230 frá 25. október 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2021/1342 að því er varðar upplýsingar sem þriðju lönd, eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðilar eiga að senda vegna eftirlits með viðurkenningu þeirra skv. 2. og 3. mgr. 33. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 834/2007 og ráðstafanir sem á að gera vegna beitingar á þessu eftirliti. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 270/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 759.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um matvæli, nr. 93/1995 og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 27. febrúar 2025.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
|