Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 737/2022

Nr. 737/2022 7. júní 2022

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 546/2010 um Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglnanna:

  1. Stafliður g fellur brott.
  2. Núverandi i-liður orðast svo: að sinna kynningarstarfi fyrir stjórnmálafræðideild.
  3. Í stað orðanna „Stjórnmál og stjórnsýsla“ í núverandi k-lið koma orðin: Stjórnmál & stjórn­sýsla.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglnanna:

  1. Í stað orðsins „sex“ í 1. málsl. kemur orðið: sjö.
  2. Í stað orðsins „tvo“ í 3. málsl. kemur orðið: þrjá.
  3. 4. málsliður orðast svo: Í stjórn skulu sitja bæði karlar og konur og skal þess gætt að hlutfall hvors kyns sé ekki minna en 40%, sbr. 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

 

3. gr.

3. málsl. 2. mgr. 8. gr. reglnanna orðast svo: Fjárhagsáætlun skal kynnt og lögð fram til samþykktar deildarforseta stjórnmálafræðideildar og samþykkt af forseta félagsvísindasviðs.

 

4. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð hefur sett á grundvelli heimildar í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, að fenginni tillögu stjórnmálafræðideildar og stjórnar félagsvísindasviðs, öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 7. júní 2022.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 22. júní 2022