Þrátt fyrir ákvæði reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009 og reglna um gjaldskrá Háskólans á Akureyri vegna þjónustu við nemendur og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalds nr. 1211/2020 gildir eftirfarandi um skrásetningargjöld 2021:
Skrásetningargjöld stúdenta sem brautskrást frá Háskólanum á Akureyri í október 2021 verða felld niður. Ákvörðun þessi er aðgerð vegna COVID-19 til að tryggja að stúdentar sem þurfa að seinka brautskráningu árið 2021 hafi þann kost að brautskrást í október 2021 án greiðslu skrásetningargjalda.
Auglýsing þessi, sem háskólaráð hefur samþykkt, er birt með stoð í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 24. gr. laganna, og taka ákvæði hennar þegar gildi.
Háskólanum á Akureyri, 24. mars 2021.
Eyjólfur Guðmundsson rektor.
|