1. gr.
2. málsl. 1. gr. samþykktarinnar orðast svo: Einnig skal greiða stofngjald vatnsveitu skv. lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, stofngjald fráveitu skv. lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009, framkvæmdaleyfisgjald skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld tæknideildar skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. samþykktarinnar:
- Í stað orðsins „gjaldskrá“ í 1. mgr. kemur: samþykkt.
- Orðin „, útgáfa fokheldisvottorðs“ í 2. mgr. falla brott.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. samþykktarinnar:
- Í stað tölunnar „60“ í 1. mgr. kemur: 30.
- Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Heimilt er að veita vaxtareiknaðan greiðslufrest á greiðslu hluta gatnagerðargjalds og hluta gjalds vegna sölu byggingarréttar til allt að tveggja ára með mánaðarlegum afborgunum eða samkvæmt sérstakri samþykkt sem bæjarstjórn setur. Vextir skulu miðast við almenna óverðtryggða skuldabréfavexti viðskiptabanka sveitarfélagsins á hverjum tíma.
4. gr.
4. mgr. 12. gr. samþykktarinnar orðast svo:
Um staðfestingargjald fer samkvæmt 16. gr. reglna Hveragerðisbæjar um úthlutun lóða.
5. gr.
1. mgr. 15. gr. samþykktarinnar orðast svo:
Samþykkt þessi er samin og samþykkt af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samkvæmt 12. gr. laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.
6. gr.
Samþykktin var samþykkt af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar þann 15. maí 2024 til þess að öðlast þegar gildi.
Hveragerði, 15. maí 2024.
Pétur G. Markan bæjarstjóri.
|