Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 697/2024

Nr. 697/2024 15. maí 2024

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um byggingargjöld í Hveragerðisbæ nr. 223/2023.

1. gr.

2. málsl. 1. gr. samþykktarinnar orðast svo: Einnig skal greiða stofngjald vatnsveitu skv. lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, stofngjald fráveitu skv. lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009, framkvæmdaleyfisgjald skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og byggingarleyfis­gjald og þjónustugjöld tæknideildar skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. samþykktarinnar:

  1. Í stað orðsins „gjaldskrá“ í 1. mgr. kemur: samþykkt.
  2. Orðin „, útgáfa fokheldisvottorðs“ í 2. mgr. falla brott.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. samþykktarinnar:

  1. Í stað tölunnar „60“ í 1. mgr. kemur: 30.
  2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
      Heimilt er að veita vaxtareiknaðan greiðslufrest á greiðslu hluta gatnagerðargjalds og hluta gjalds vegna sölu byggingarréttar til allt að tveggja ára með mánaðarlegum afborgunum eða samkvæmt sérstakri samþykkt sem bæjarstjórn setur. Vextir skulu miðast við almenna óverð­tryggða skuldabréfavexti viðskiptabanka sveitarfélagsins á hverjum tíma.

 

4. gr.

4. mgr. 12. gr. samþykktarinnar orðast svo:

Um staðfestingargjald fer samkvæmt 16. gr. reglna Hveragerðisbæjar um úthlutun lóða.

 

5. gr.

1. mgr. 15. gr. samþykktarinnar orðast svo:

Samþykkt þessi er samin og samþykkt af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samkvæmt 12. gr. laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.

 

6. gr.

Samþykktin var samþykkt af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar þann 15. maí 2024 til þess að öðlast þegar gildi.

 

Hveragerði, 15. maí 2024.

 

Pétur G. Markan bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 12. júní 2024