1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglnanna:
- Á eftir orðinu „jarðvísindadeildum“ í 2. málsl. koma orðin: og heyrir undir.
- Í stað orðsins „náttúruvísindasviðs“ í 2. málsl. kemur orðið: náttúruvísindasvið.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „raunvísindum“ í staflið a koma orðin: raun- og jarðvísindum.
- Á eftir orðinu „um“ í staflið c koma orðin: raun- og jarðvísindi, s.s.
- Í stað orðsins „raunvísinda“ í staflið e koma orðin: raun- og jarðvísinda.
- Orðin „samkvæmt þjónustusamningi við viðkomandi deildir“ aftast í staflið f falla brott.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „Eðlis-, efna- og stærðfræðistofnun“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur orðið: Eðlisvísindastofnun.
- Tveir nýir málsliðir bætast við 2. mgr., svohljóðandi: Stjórn Raunvísindastofnunar setur rannsóknarstofnunum og -stofum starfsreglur og skipurit þar sem stjórnunareiningar eru tilgreindar og hvaða einingum starfsfólk tilheyrir. Skulu og þær hljóta staðfestingu stjórnar og forseta fræðasviðs.
- Á eftir orðinu „rannsóknarstofnanir“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur skammstöfunin: RH.
- 4. mgr. fellur brott.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglnanna:
- Núverandi 1. mgr. fellur brott.
- Ný 1. mgr. orðast svo: Raunvísindastofnun veitir starfsliði sínu, sbr. 10. gr., aðstöðu og nauðsynlegan búnað eftir því sem unnt er í samráði við forseta verkfræði- og náttúruvísindasviðs.
- Í stað orðsins „þeir“ í 2. mgr. kemur orðið: þau.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „stjórnarmann“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur orðið: stjórnarmeðlim.
- 2. málsl. 1. mgr. hljóðar svo: Formaður stjórnar er kjörinn í rafrænni kosningu, sbr. 6. gr., af þeim hópum starfsliðs sem greinir í liðum a-d í 10. gr. og skal formaður vera úr hópi starfsfólks skv. a- eða b-lið 10. gr.
- 3. málsl. 1. mgr. hljóðar svo: Stjórnarformenn Eðlisvísindastofnunar Háskólans og Jarðvísindastofnunar Háskólans, sbr. 3. gr., eiga sæti í stjórn RH.
- Í stað tölunnar „9“ í 4. málsl. 1. mgr kemur talan: 10.
- Á eftir orðinu „kosningu“ í 5. málsl. 1. mgr. koma orðin: , sbr. 6. gr.
- Í stað orðanna „2. mgr. 8. gr.“ í lokamálsl. 1. mgr. koma orðin: 6. gr.
- Í stað orðanna „15. gr. laga nr. 10/2008“ í 1. málsl. 2. mgr. koma orðin: 28. gr. laga nr. 150/2020.
6. gr.
Ný 6. gr. skal hafa yfirskriftina Kjör til stjórnar RH og hljóða svo í heild sinni:
Mánuði fyrir kosningar skipar stjórn RH þriggja manna kjörstjórn og ákveður hver gegnir formannsstörfum. Fulltrúar í kjörstjórn eru ekki kjörgengir.
Verkefni kjörstjórnar er að annast undirbúning og framkvæmd kosninga til stjórnar, hafa umsjón með gerð kjörskrár, ákveða kjörfund, annast framkvæmd kosninga, úrskurða í kærumálum vegna kosninga, sjá um utankjörfundaratkvæðagreiðslu og annað er að kosningunni lýtur.
Kjörgeng fyrir kjör stjórnarformanns er starfsfólk skv. a–b-liðum 10. gr. Atkvæðabær við kjör stjórnarformanns er starfsfólk skv. a–d-liðum 10. gr. Kjörgeng og atkvæðabær við kjör fulltrúa starfsfólks er starfsfólk skv. d-lið 10. gr.
Kosning er rafræn. Kjörstjórn útbýr rafrænan kjörseðil og gengur frá kjörskrá. Skal kjörskrá birt í Uglu þeim sem atkvæðisbær eru með rafrænum hætti eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag. Kærur skulu hafa borist kjörstjórn í síðasta lagi þremur dögum fyrir kjördag og skal úrskurður kjörstjórnar liggja fyrir eigi síðar en einum sólarhring fyrir kjördag og hefst þá kosning utan kjörfundar sem skal vera hefðbundin.
Skilyrði til þátttöku í rafrænni kosningu eru að nafn kjósanda sé á kjörskrá og að hann hafi auðkennt sig með fullnægjandi hætti áður en atkvæðagreiðsla fer fram.
Miða skal við að kjördagur sé sem næst miðjum maí og skal hann auglýstur tryggilega innan Raunvísindastofnunar. Kjörfundur skal standa í þrjá sólarhringa frá kl. 9 árdegis fyrsta daginn til kl. 9 árdegis fjórða daginn. Við rafræna kosningu er notað kerfi Háskóla Íslands. Kjörstjórn ákveður fyrirkomulag atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.
Talning atkvæða hefst þegar að kjörfundi loknum.
Kosningar teljast lögmætar ef að minnsta kosti helmingur atkvæðisbærra greiðir atkvæði við kjör stjórnarformanns annars vegar, sbr. a–d-liði 10. gr. og hins vegar við kjör fulltrúa starfsfólks, sbr. d-lið 10. gr. Ef lágmarksfjöldi atkvæðisbærra manna greiðir ekki atkvæði skal kjósa að nýju viku eftir að úrslit fyrri umferðar liggja fyrir um þá tvo sem flest atkvæði fengu. Ef atkvæði tveggja eru jöfn í kjöri til stjórnarformanns skal kosið aftur á milli þeirra. Ef atkvæði eru enn jöfn í annarri umferð ræður hlutkesti hvor telst rétt kjörinn stjórnarformaður. Fulltrúi Eðlisvísindastofnunar eða Jarðvísindastofnunar í stjórn RH sem starfar ekki við sömu stofnun og kjörinn formaður verður varaformaður.
Sá er hlýtur flest atkvæði í kjöri til fulltrúa starfsfólks telst réttkjörinn í stjórn. Sá er hlýtur næstflest atkvæði verður varamaður. Falli atkvæði jafnt skal hlutkesti ráða hvor er kjörinn fulltrúi í stjórn og hvor varamaður.
7. gr.
Núverandi 6. gr. reglnanna verður 7. gr. Númer annarra greina breytast í samræmi við það.
8. gr.
7. gr. reglnanna orðast svo í heild sinni:
Stjórn Raunvísindastofnunar fjallar um öll sameiginleg málefni stofnunarinnar, ber ábyrgð á fjármálum hennar gagnvart forseta verkfræði- og náttúruvísindasviðs, semur fjárhagsáætlanir og ákveður skiptingu fjárveitinga til stofnunarinnar. Stjórn sker úr um vafaatriði er upp kunna að koma og varða innri starfsemi stofnunarinnar. Fjárhagsáætlanir og skipting fjárveitinga skal lögð fyrir forseta verkfræði- og náttúruvísindasviðs til staðfestingar.
Stjórnir stofnana innan Raunvísindastofnunar semja rekstrar- og fjárhagsáætlun fyrir sína stofnun og eru ábyrgar fyrir fjárhagsáætlunum sínum gagnvart stjórn RH. Stjórn Raunvísindastofnunar ber ábyrgð á fjárhagsáætlun í heild og uppgjöri gagnvart forseta fræðasviðs.
Um húsnæði Raunvísindastofnunar gilda sömu reglur og um annað húsnæði Háskóla Íslands. Endanleg ráðstöfun húsnæðis er á forræði forseta verkfræði- og náttúruvísindasviðs í umboði rektors. Stjórn RH fer með það húsnæði sem stofnunin hefur til afnota. Áætlanir um húsnæðisþörf og rannsóknaraðstöðu skulu taka mið af sameiginlegum þörfum og starfsemi stofnunarinnar. Áætlanir skulu lagðar fyrir forseta verkfræði- og náttúruvísindasviðs.
Stjórn Raunvísindastofnunar og forseti fræðasviðs staðfesta starfsreglur og önnur atriði sem varða einstakar stofnanir og stofur, sbr. 3. gr.
Stjórn Raunvísindastofnunar stendur að útgáfu ársskýrslu um starfsemi stofnunarinnar og er hún hluti af ársskýrslu Háskóla Íslands.
Formaður stjórnar Raunvísindastofnunar og framkvæmdastjóri koma fram fyrir hönd hennar. Formenn stjórna einstakra stofnana eða stofa Raunvísindastofnunar koma fram fyrir hönd viðkomandi stofnunar eða stofu.
9. gr.
Í stað orðsins „stjórnarmenn“ í 1. málsl. 2. mgr. 8. gr. reglnanna kemur orðið: stjórnarmeðlimir.
10. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „Formaður stjórnar“ í upphafi 2. málsl. 1. mgr. kemur orðið: Stjórnarformaður.
- 2. mgr. orðast svo í heild sinni:
Skylt er að boða til fundar ef forsetar aðildardeilda, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs, rektor eða þriðjungur þeirra, sem rétt eiga til fundarsetu, æskir þess. Rétt til setu á starfsmannafundi á allt starfsfólk stofnunarinnar. Starfsfólk skv. liðum a–d í 10. gr. hefur atkvæðisrétt en starfsfólk skv. e- og f-lið 10. gr. hefur málfrelsi og tillögurétt án atkvæðisréttar. Starfsmannafundur er ályktunarbær ef meirihluti atkvæðisbærs starfsfólks sækir fund.
11. gr.
10. gr. reglnanna orðast svo í heild sinni:
Starfslið Háskóla Íslands sem starfar innan Raunvísindastofnunar er:
|
a) |
Sérfræðingar, fræðimenn og vísindamenn sem ráðnir eru til sjálfstæðra rannsókna. |
|
b) |
Kennarar við Háskóla Íslands sem veitt er rannsóknaraðstaða á stofnuninni. |
|
c) |
Háskólamenntað rannsóknarfólk sem lýtur verkefnisstjórum við rannsóknarstörf, norrænir styrkþegar, nýdoktorar, svo og sérfræðingar með rannsóknarstöðustyrki. |
|
d) |
Framkvæmdastjóri, starfsfólk í stoðþjónustu þar á meðal tæknimenntað starfsfólk og starfslið á skrifstofu. |
|
e) |
Doktors- og meistaranemar sem ráðnir eru eða veitt rannsóknaraðstaða á stofnuninni. |
Um ráðningu starfsfólks fer eftir ákvæðum sameiginlegra reglna fyrir Háskóla Íslands. Forseti fræðasviðs setur nánari verklagsreglur um ráðningu starfsfólks.
12. gr.
11. gr. reglnanna orðast svo í heild sinni:
Akademískir sérfræðingar, sem ráðnir eru til sjálfstæðra rannsókna, og kennarar við Háskóla Íslands, sem veitt er rannsóknaraðstaða á Raunvísindastofnun, njóta akademísks rannsóknarfrelsis.
Forseti fræðasviðs, í samráði við stjórn viðkomandi stofnunar, ákveður skiptingu starfsskyldna milli rannsókna, stjórnunar og annarra starfa fyrir starfsfólk sitt, samkvæmt ákvæðum reglna nr. 605/2006 um starfsskyldur kennara og sérfræðinga við Háskóla Íslands og skal skipting starfsskyldna koma fram í ráðningarsamningi. Ef við á skal tiltaka í ráðningarsamningi hve hátt hlutfall rannsóknarskyldunnar eru þjónusturannsóknir á vegum stofnunar. Um þjónusturannsóknir gilda ekki ákvæði um rannsóknarfrelsi. Starfsfólk skv. a- og b-lið 10. gr. eru verkefnisstjórar. Það ber faglega ábyrgð á verkefnum sínum og fjárhagslega ábyrgð gagnvart stjórn stofnunar, framkvæmdastjóra og/eða stofustjóra viðkomandi stofu, sé stofnun skipt með þeim hætti. Þegar sértekna er aflað skulu verkefnisstjórar og framkvæmdastjóri RH, gera skriflegan samning við kostunaraðila um skilgreiningu verkefnis, framvindu og greiðsluáætlun eftir því sem við á.
Óski verkefnaráðið starfsfólk skv. c-lið 10. gr. eftir því að sækja um styrk til sjálfstæðra rannsókna með aðstöðu á stofnuninni, skal það afla samþykkis framkvæmdastjóra, stofustjóra og formanns stjórnar viðkomandi undirstofnunar fyrir því og fara eftir þeim verklagsreglum sem gilda innan Háskóla Íslands um rannsóknastyrki og skyldur styrkþega.
Um kennslustörf sérfræðinga stofnunarinnar fer samkvæmt reglum Háskóla Íslands og gildandi kjarasamningum og stofnanasamningum, að fengnu samþykki næsta yfirmanns og forseta fræðasviðs.
Enginn getur skuldbundið Háskóla Íslands nema rektor og starfsfólk sem fengið hefur umboð í hans nafn.
13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglnanna:
- Orðið „(skrifstofustjóra)“ í 1. málsl. 1. mgr. fellur brott.
- Í stað orðsins „erindisbréf“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur orðið: starfslýsingu.
- Í stað orðsins „hans“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur orðið: framkvæmdastjóra.
- Í stað orðsins „erindisbréfi“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur orðið: starfslýsingu.
- Í stað orðanna „þeim málum sem stjórnin felur honum“ í 4. málsl. 1. mgr. koma orðin: ákvörðunum stjórnar, fjármál, starfsmannamál og daglegan rekstur.
- Í stað tölunnar „9“ í 6. málsl. 1. mgr. kemur talan: 10.
14. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. reglnanna:
- 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ef stofnun er skipt í rannsóknarstofur skal stofustjóri vera fyrir faglegum málefnum hverrar stofu og hafa eftirlit með fjármálum stofu sinnar.
- Í stað orðsins „varamanni“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur orðið: varafulltrúa.
- Í stað orðsins „Sé“ í upphafi 2. mgr. kemur orðið: Ef.
- Á eftir orðinu „stofu“ í 2. mgr. kemur orðið: er.
- Orðin „hefur eftirlit með fjármálum stofu sinnar og“ í 3. mgr. falla brott.
15. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglnanna:
- Stafliður a í 1. mgr. fellur brott.
- Orðin „en skal vera aðgreint í bókhaldi“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
- Í stað orðanna „og ársreikningur skulu“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur orðið: skal.
- 4. mgr. orðast svo í heild sinni:
Um stjórnunar- og aðstöðugjald gilda reglur Háskóla Íslands.
16. gr.
Ákvæði til bráðabirgða aftast í reglunum fellur brott.
17. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð hefur sett á grundvelli heimildar í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 27. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands, öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 11. mars 2024.
Jón Atli Benediktsson.
|