Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1226/2018

Nr. 1226/2018 12. desember 2018

REGLUGERÐ
um (7.) breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast þrjár nýjar skilgreiningar í réttri stafrófsröð, svohljóðandi:

Hleðslustöð: Raffang sem hleður rafknúin ökutæki.

Hraðhleðslustöð: Hleðslustöð þar sem mögulegt er að yfirfæra raforku á rafknúið ökutæki með afli sem er meira en 22 kW.

Venjuleg hleðslustöð: Hleðslustöð þar sem mögulegt er að yfirfæra raforku á rafknúið ökutæki með afli sem er 22 kW eða minna, að undanskildum tækjum sem eru 3,7 kW eða minni og eru sett upp á einkaheimilum eða sem eru ekki eingöngu notuð í þeim tilgangi að hlaða rafknúin ökutæki og eru ekki aðgengileg almenningi.

2. gr.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

7.13 Tæknilegar kröfur til venjulegra hleðslustöðva fyrir vélknúin ökutæki.

Venjulegar riðstraumshleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki skulu a.m.k. hafa tengla eða tengi af gerð 2 fyrir ökutæki, eins og lýst er í staðlinum ÍST EN 62196-2, með tilliti til rekstrarsamhæfis. Þessa tengla má útbúa með eiginleikum eins og vélrænum lokum á sama tíma og samhæfi við gerð 2 er viðhaldið.

7.14 Tæknilegar kröfur til hraðhleðslustöðva fyrir vélknúin ökutæki.

Riðstraumshraðhleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki skulu a.m.k. hafa tengla eða tengi af gerð 2 fyrir ökutæki, eins og lýst er í staðlinum ÍST EN 62196-2, með tilliti til rekstrarsamhæfis.

Jafnstraumshraðhleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki skulu a.m.k. hafa tengi af tegundinni „Combo 2“ fyrir samsett hleðslukerfi, eins og lýst er í staðlinum ÍST EN 62196-3, með tilliti til rekstrar­samhæfis.

Sambyggðar rið- og jafnstraumshraðhleðslustöðvar fyrir rafknúin ökutæki skulu a.m.k. hafa tengi af gerð 2 eins og lýst er í ÍST EN 62196-2 og tengi af tegundinni „Combo 2“ fyrir samsett hleðslu­kerfi, eins og lýst er í staðlinum ÍST EN 62196-3, með tilliti til rekstrarsamhæfis.

3. gr.

Við 12. gr. reglugerðarinnar bætist ein ný málsgrein, svohljóðandi:

12.2 Tæknilegar kröfur fyrir afhendingu háspennts rafmagns frá landi til skipa.

Þar sem þörf er á rekstrarsamhæfi skal afhending háspennts rafmagns frá landi fyrir skip, þ.m.t. hönnun, uppsetning og prófun kerfanna, vera í samræmi tækniforskriftirnar í staðlinum IEC/ISO/IEEE 80005-1.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/94/ESB frá 22. október 2014 um uppbyggingu grunnvirkja fyrir óhefðbundið eldsneyti. Tilskipunin er hluti XIII. viðauka samnings um hið Evrópska efnahagssvæði og ber að túlka ákvæði 7.13 gr., 7.14 gr. og 12.2 gr. í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar um þau rafföng sem undir hana falla.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 14. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforku­virkja, neysluveitna og raffanga, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 12. desember 2018.

F. h. r.

Jón Geir Pétursson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


B deild - Útgáfud.: 21. desember 2018