Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 120/2020

Nr. 120/2020 4. febrúar 2020

REGLUGERÐ
um sniðmát og birtingu Fjármálaeftirlitsins á sértækum upplýsingum samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um Fjármálaeftirlitið þegar það birtir sértækar upplýsingar skv. 30. gr. laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.

 

2. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2451 frá 2. desember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát og fyrirkomulag við birtingu eftirlitsyfirvalda á sértækum upplýsingum í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 76 frá 26. september 2019, bls. 30-90, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018, frá 23. mars 2018, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 41-48.

 

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 30. gr. laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 4. febrúar 2020.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Hjörleifur Gíslason.


B deild - Útgáfud.: 18. febrúar 2020