Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1165/2022

Nr. 1165/2022 7. október 2022

REGLUR
um tilkynningar lánastofnana um starfsemi yfir landamæri.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um lánastofnanir sem tilkynna um starfsemi yfir landamæri, sbr. 36. og 37. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

2. gr.

Form og efni tilkynninga um starfsemi yfir landamæri.

Lánastofnun sem skylt er að tilkynna starfrækslu útibús eða veitingu þjónustu á grundvelli 36. eða 37. gr. laga um fjármálafyrirtæki skal, eftir því sem við á, fylgja ákvæðum reglugerða (ESB) nr. 926/2014, með síðari breytingum, og 1126/2014, með síðari breytingum, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með vísan til 2. gr. gilda eftirtaldar reglugerðir hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 926/2014 frá 27. ágúst 2014 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklags­reglur fyrir tilkynningar varðandi nýtingu staðfesturéttar og frelsis til að veita þjónustu yfir landa­mæri samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 59.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1151/2014 frá 4. júní 2014 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um upplýsingar sem á að tilkynna við nýtingu staðfesturéttar og frelsis til að veita þjónustu yfir landamæri, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 80/2019 frá 29. mars 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 59. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 32-35.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/192 frá 20. október 2021 um breyt­ingar á framseldri reglugerð (ESB) nr. 1151/2014 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla um upplýsingar sem á að tilkynna við nýtingu staðfesturéttar og frelsis til að veita þjónustu yfir landamæri, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 216/2022 frá 8. júlí 2022.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/193 frá 17. nóvember 2021 um breytingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 926/2014 um tækni­lega framkvæmdarstaðla að því er varðar stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklagsreglur vegna tilkynninga varðandi nýtingu staðfesturéttar og frelsis til að veita þjónustu yfir landa­mæri, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 216/2022 frá 8. júlí 2022.

Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum fram­kvæmda­stjórnarinnar (ESB) nr. 926/2014, 2022/192 og 2022/193 í Stjórnartíðindum Evrópu­sambands­ins (e. Official Journal of the European Union):

  1. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1525361563411&uri=CELEX:32014 R0926, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 254, þann 28. ágúst 2014, bls. 2-21;
  2. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv%3AOJ.L_.2022.031.01.0001. 01.ENG, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 31, þann 14. febrúar 2022, bls. 1-3;
  3. https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv%3AOJ.L_.2022.031.01.0004. 01.ENG, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 31, þann 14. febrúar 2022, bls. 4-20.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 117. gr. b laga um fjármála­fyrirtæki nr. 161/2002, öðlast þegar gildi. Með gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 130/2019 um tæknilega staðla varðandi tilkynningar lánastofnana um starfsemi yfir landamæri.

 

Seðlabanka Íslands, 7. október 2022.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 21. október 2022