Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 454/2022

Nr. 454/2022 12. apríl 2022

REGLUGERÐ
um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, öðlast eftir­taldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opin­berum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglu­gerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2021, frá 19. mars 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 166.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/617 frá 14. apríl 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2020/2235 og (ESB) 2020/2236 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum og dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vott­orðum vegna komu tiltekinna lagardýra og dýraafurða inn í Sambandið. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2021, frá 24. september 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambands­ins nr. 71, frá 11. nóvember 2021, bls. 57.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/619 frá 15. apríl 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2020/2235, (ESB) 2020/2236 og (ESB) 2021/403 að því er varðar umbreytingarákvæði vegna notkunar á dýraheilbrigðisvottorðum, dýraheilbrigðis­vottorðum/opinberum vottorðum og opinberum vottorðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2021, frá 24. september 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambands­ins nr. 71, frá 11. nóvember 2021, bls. 71.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/36 frá 11. janúar 2022 um breytingu á III. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/2235 að því er varðar fyrir­myndir að vottorðum vegna komu sendinga af tilteknum lifandi lagardýrum og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið.

Reglugerðin skal gilda með þeim aðlögunum sem fram koma í ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2021, frá 19. mars 2021 og nr. 230/2021, frá 24. september 2021.

 

2. gr.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/36 sem nefnd er í 1. gr. er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

 

3. gr.

Reglugerð þessi fjallar um heilbrigði dýra og gildir um öll stig framleiðslu, vinnslu, dreifingu og innflutning á afurðum úr dýraríkinu og afurðum úr þeim sem ætlaðar eru til neyslu, merkingar búfjár, rekjanleika afurða og tilkynningaskylda sjúkdóma með þeim takmörkunum sem leiðir af I. kafla I. viðauka EES-samningsins, og lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

 

4. gr.

Ákvæði reglugerðar (ESB) 2020/2235, að því er EES-samninginn varðar, eru aðlöguð sem hér segir:

Í III. viðauka er orðunum „Íslands, Noregs“ bætt við á eftir orðinu „Finnlands“ í 4. mgr. II. hluta athugasemda í II. hluta 1. kafla, 3. mgr. II. hluta athugasemda í II. hluta 3. kafla og 3. mgr. II. hluta athugasemda í II. hluta 19. kafla og á eftir orðinu „Svíþjóðar“ í 2. mgr. II. hluta athugasemda í II. hluta 13. kafla.

 

5. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 54/1990, um innflutning dýra, lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lög nr. 93/1995, um matvæli, lög nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lög nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lög nr. 71/2008, um fiskeldi, öll með síðari breyt­ingum.

 

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisk­sjúkdómum og lögum nr. 71/2008, um fiskeldi.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 12. apríl 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 20. apríl 2022