Félag, sbr. 4. og 5. mgr. 91. gr. a. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal tilkynna ríkisskattstjóra innan mánaðar frá því að reikningsári lýkur á árinu 2023 hvaða félag í samstæðunni muni skila ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil og um heimilisfestarríki þess félags. Jafnframt skal tilgreina sérstaklega ef hið tilkynningarskylda félag er móðurfélag heildarsamstæðunnar eða staðgöngufélag móðurfélags.
Tilkynningu samkvæmt auglýsingu þessari skal skilað á eyðublaðinu RSK 4.31 á netfangið [email protected].
Allar fyrirspurnir vegna framangreindra skila má senda á netfangið milliverdlagning@ skatturinn.is.
Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt 91. gr. a. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. og reglugerð nr. 766/2019, öðlast þegar gildi.
Reykjavík, 15. desember 2022.
Snorri Olsen ríkisskattstjóri.
|